Lífið

Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna

Sylvía Hall skrifar
Selena Gomez.
Selena Gomez. Vísir/Getty

Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. Hún hafi upplifað mikið á þeim tíma sem hún skildi ekki á þeim tíma en það hafi orðið skýrara þegar hún fékk loks greiningu.

Þetta kom fram í spjalli hennar og Miley Cyrus á Instagram Live nú á dögunum. Þar sagðist hún hafa farið á besta geðspítala í Bandaríkjunum þar sem hún fékk loks greiningu og eftir að hafa fræðst meira um sjúkdóminn sé það mikill léttir.

„Þegar ég fékk að vita meira, þá hjálpaði það mér. Það hræðir mig ekki lengur núna þegar ég veit það.“

Þetta var í fyrsta sinn sem leik- og söngkonurnar eyddu tíma saman, þó það væri ekki nema í gegnum netið, síðan þær voru Disney-stjörnur á unglingsárunum. Uppljóstraði Cyrus því að Gomez hefði einfaldlega sent henni fiðrilda-emoji í skilaboðum á Instagram.

„Og það er nóg. Að tengjast fólki og láta þau vita að þú sért til staðar. Fiðrilda-emoji er meira en nóg,“ sagði Cyrus.

Þá ræddu þær hvernig þær takast á við kvíða á tímum kórónuveirunnar og sagðist Gomez nýta tímann í að skrifa og semja. Þá færi einnig mikill tími í að heyra í fólki sem hún hefði ekki heyrt í lengi og athuga með nánustu vini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.