Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. apríl 2020 22:52 Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45
Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00