Bauhaus sektað vegna verðverndarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2020 09:52 Verslun Bauhaus við Lambhagaveg í Reykjavík. markaðsefni bauhaus Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Þar að auki telst Bauhaus ekki hafa gert nægilegar breytingar á svokallaðri „verðvernd“ sinni en verslunin hafði áður verið ávítt vegna hennar. Húsasmiðjan kvartaði vegna ofangreindrar hegðunar Bauhaus til Neytendastofu í upphafi árs, ekki síst vegna fullyrðingarinnar „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum,“ sem birtist í markaðsefni Bauhaus. Fullyrðingin var sett fram í tengslum við verðvernd fyrirtækisins. Í verðvernd Bauhaus felst að ef neytandi finni sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila lækki fyrirtækið sitt verð. Sama hvaða verð aðrir samkeppnisaðilar séu að bjóða eða hvers konar afslátt eða endurgreiðslu, þ.m.t. tilboð og tax free afslætti. Bauhaus muni ávallt bjóða neytendum lægra verð. Húsasmiðjan Grafarholti.Vísir/vilhelm Ströng skilyrði Húsasmiðjan taldi verðverndina hins vegar ekki standa undir fullyrðingunni um „lægsta verðið á markaðinum.“ Ekki væri hægt að sjá að Bauhaus gæti sannað þær fullyrðingar sem félagið setti fram í umkvörtuðum auglýsingum, auk þess sem skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að standast verðverndina séu „það ströng og sérstök að neytendur eigi litla sem enga möguleika á að uppfylla skilyrðin.“ Það væri því mat Húsasmiðjunnar að viðskiptahættir Bauhaus í þessum efnum væru villandi og það sem meira væri; Bauhaus hefði áður verið ávítt vegna verðverndarinnar. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að fullyrðingar Bauhaus um verðverndina væru villandi og taldi Húsasmiðjan að tilvikið sem hér um ræðir væri sambærilegt. Bauhaus hafnaði því að framkvæmd verðverndarinnar væri flókin fyrir neytendur, þvert á móti væri hún „þægileg.“ Verði viðskiptavinur Bauhaus var við vöru sem er ódýrari hjá keppinaut þurfi hann aðeins að framvísa eða gera grein fyrir staðfestingu þess efnis. Viðskiptavinur geta komið slíkri staðfestingu til Bauhaus á netinu/samfélagsmiðlum eða við þjónustuborð/afgreiðslumenn. Reynist það rétt sé brugðist strax við og verð vöru lækkað í kerfum verslunarinnar Nánari útlistun á skilyrðum verðverndarinnar má nálgast í ákvörðun Neytendastofu. Verðvernd ekki næg sönnun Neytendastofa segir hins vegar ítrekað hafa komið fram að „fyrirtæki geti ekki byggt sönnur fyrir fullyrðingum um besta, lægsta eða hagstæðasta verð á því einu og sér að fyrirtækið bjóði neytendum verðvernd.“ Til þess að setja fram fullyrðingar eins og „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum“ þurfi Bauhaus að leggja eitthvað fram fullyrðingunni til stuðnings. Það hafi Bauhaus ekki gert og sé fullyrðingin því ósönnuð og brjóti í bága við lög. Því hefur Bauhaus verið bannað að birta fullyrðinguna í framtíðinni. Þar að auki hafi Bauhaus ekki gert nægjanlegar breytingar á skilmálum verðverndarinnar. „Við meðferð málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á breytta framkvæmd verðverndar Bauhaus þó skýringar félagsins hafi verið þess efnis og upplýsingum á vefsíðu hafi verið breytt meðan á meðferð málsins stóð,“ eins og segir í ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að Bauhaus hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu árið 2012. Fullyrðing Bauhaus um lægstu verðin á markaðnum sé þar að auki villandi. Neytendastofa taldi því rétt að leggja 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Bauhaus. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða. Neytendur Stjórnsýsla Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Þar að auki telst Bauhaus ekki hafa gert nægilegar breytingar á svokallaðri „verðvernd“ sinni en verslunin hafði áður verið ávítt vegna hennar. Húsasmiðjan kvartaði vegna ofangreindrar hegðunar Bauhaus til Neytendastofu í upphafi árs, ekki síst vegna fullyrðingarinnar „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum,“ sem birtist í markaðsefni Bauhaus. Fullyrðingin var sett fram í tengslum við verðvernd fyrirtækisins. Í verðvernd Bauhaus felst að ef neytandi finni sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila lækki fyrirtækið sitt verð. Sama hvaða verð aðrir samkeppnisaðilar séu að bjóða eða hvers konar afslátt eða endurgreiðslu, þ.m.t. tilboð og tax free afslætti. Bauhaus muni ávallt bjóða neytendum lægra verð. Húsasmiðjan Grafarholti.Vísir/vilhelm Ströng skilyrði Húsasmiðjan taldi verðverndina hins vegar ekki standa undir fullyrðingunni um „lægsta verðið á markaðinum.“ Ekki væri hægt að sjá að Bauhaus gæti sannað þær fullyrðingar sem félagið setti fram í umkvörtuðum auglýsingum, auk þess sem skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að standast verðverndina séu „það ströng og sérstök að neytendur eigi litla sem enga möguleika á að uppfylla skilyrðin.“ Það væri því mat Húsasmiðjunnar að viðskiptahættir Bauhaus í þessum efnum væru villandi og það sem meira væri; Bauhaus hefði áður verið ávítt vegna verðverndarinnar. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að fullyrðingar Bauhaus um verðverndina væru villandi og taldi Húsasmiðjan að tilvikið sem hér um ræðir væri sambærilegt. Bauhaus hafnaði því að framkvæmd verðverndarinnar væri flókin fyrir neytendur, þvert á móti væri hún „þægileg.“ Verði viðskiptavinur Bauhaus var við vöru sem er ódýrari hjá keppinaut þurfi hann aðeins að framvísa eða gera grein fyrir staðfestingu þess efnis. Viðskiptavinur geta komið slíkri staðfestingu til Bauhaus á netinu/samfélagsmiðlum eða við þjónustuborð/afgreiðslumenn. Reynist það rétt sé brugðist strax við og verð vöru lækkað í kerfum verslunarinnar Nánari útlistun á skilyrðum verðverndarinnar má nálgast í ákvörðun Neytendastofu. Verðvernd ekki næg sönnun Neytendastofa segir hins vegar ítrekað hafa komið fram að „fyrirtæki geti ekki byggt sönnur fyrir fullyrðingum um besta, lægsta eða hagstæðasta verð á því einu og sér að fyrirtækið bjóði neytendum verðvernd.“ Til þess að setja fram fullyrðingar eins og „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum“ þurfi Bauhaus að leggja eitthvað fram fullyrðingunni til stuðnings. Það hafi Bauhaus ekki gert og sé fullyrðingin því ósönnuð og brjóti í bága við lög. Því hefur Bauhaus verið bannað að birta fullyrðinguna í framtíðinni. Þar að auki hafi Bauhaus ekki gert nægjanlegar breytingar á skilmálum verðverndarinnar. „Við meðferð málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á breytta framkvæmd verðverndar Bauhaus þó skýringar félagsins hafi verið þess efnis og upplýsingum á vefsíðu hafi verið breytt meðan á meðferð málsins stóð,“ eins og segir í ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að Bauhaus hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu árið 2012. Fullyrðing Bauhaus um lægstu verðin á markaðnum sé þar að auki villandi. Neytendastofa taldi því rétt að leggja 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Bauhaus. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendur Stjórnsýsla Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf