Innlent

Innbrotsþjófur faldi sig í sendiferðabíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Töluvert virðist hafa verið um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Töluvert virðist hafa verið um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um innbrot í fyrirtæki á Grandanum. Skammt frá vettvangi fannst maður þar sem hann hafði falið sig í vörurými sendibíls. Sá var handtekinn grunaður um innbrotið og tókst að endurheimta þýfið.

Fram kemur í dagbók lögreglu að eftir klukkan tvö í nótt stöðvaði lögreglan ökumann á Höfðabakka. Sá hafði skilið stuðara bílsins eftir á Miklubrautinni þar sem hann hafði lent í árekstri skömmu áður. Maðurinn var handtekinn og er hann grunaður um ölvunarakstur.

Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi og eld í bíl. Ökumaður þess bíls var handtekinn og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur án þess vera með bílpróf.

Engan sakaði.

Á sjötta tímanum í gær heyrði lögreglan af umferðaróhappi en tjónvaldur er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig á ótryggðum bíl sem var ekki með skráningarnúmer. Flytja þurfti báða bíla af vettvangi og liggja upplýsingar um meiðsl ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×