Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 08:02 Frá blaðamannafundinum í gærkvöldi. AP/Patrick Semansky Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12
Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05
Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57
Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12