Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 12:18 Icelandair flýgur enn til London og Boston nokkuð reglulega. Þá verða ferðir í næstu viku frá Alicante og um Stokkhólm í næstu viku. Vísir/Vilhelm Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira