Bruninn hefur ekki áhrif á rekstur malbikunarstöðvarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. apríl 2020 18:40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Erlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Erlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19