„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Þeir Kári og Vilhjálmur í Ólafssal í dag. Skjáskot/Sportpakkinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira