Er lyfjalaxinn sem Whole Foods vill ekki seldur í íslenskum verslunum? Freyr Frostason skrifar 14. maí 2020 12:00 Aðeins þrjú ár eru frá því að fulltrúar opinberra eftirlitsstofnana töldu að laxa- og fiskilús yrði ekki vandamál í sjókvíaeldi hér við land. Það reyndist heldur betur rangt mat. Nú er svo komið að margsinnis hefur verið eitrað fyrir lús í sjókvíum. Síðast á sjö eldissvæðum við sunnanverða Vestfirði fyrir fáeinum mánuðum. Þetta er grafalvarlegt mál því lyfin og eiturefnin, sem notuð eru, skaða umhverfið og lífríkið. Eins staðan er í dag vita neytendur ekki hvort sá eldislax sem seldur er í verslunum hér hafi hlotið þessa meðhöndlun. Úr þessu þarf að bæta. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund höfum því sent Neytendasamtökunum fyrirspurn um hvort samtökin hafi kannað hvort eldislax sem hefur verið með lúsaeitri eða lyfjum sé seldur í íslenskum verslunum. Vantar merkingar á umbúðum Í aðdraganda breytinga á lögum um fiskeldi í fyrra kom fram tillaga í nefndaráliti minnihluta atvinnuveganefndar að „rekstraraðilum verði gert skylt að merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á.“ Því miður varð þessi tillaga ekki að hluti af lögunum sem voru samþykkt Alþingi í júní 2019. Merkingar sem þessi er engu síður mikilvæg af tveimur grundvallarástæðum: Neytendur eiga að hafa þann rétt að vita hvaða meðhöndlun matvara hefur fengið áður en þeir neyta hennar. Í því samhengi má benda á að Whole Foods, einn helsti kaupandi eldislax frá Arnarlaxi ( stærsta sjókvíaeldisfyritæki landsins), tekur ekki við laxi sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri/lúsalyfjum. Þetta kom meðal annars fram í frétt RÚV frá 2017 um að lax sem hefur þurft meðhöndlun út af lúsinni stenst ekki kröfur Whole Foods. Lúsaeitur/lúsalyf hafa slæm áhrif á lífríkið. Neytendur eiga að hafa rétt á að hafa val um að sniðganga vöru þar sem þessum efnum er beitt við framleiðsluna, jafnvel þó svo kunni að vera að neysla viðkomandi vöru sé ekki talin heilsuspillandi. Vísindin eru afdráttarlaus Á sínum tíma sýndu Íslendingar meiri framsýni en ýmsar aðrar þjóðir með því að loka ákveðnum hlutum strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi með það fyrir augum að vernda villta lax- og silungsstofna landsins. Var þá eingöngu horft til lax- og silungsveiðiáa sem gáfu af sér veiðihlunnindi og tilgangurinn fyrst og fremst að draga úr áhrifum erfðablöndunar eldisfisks við laxastofna. Lax- og fiskilús voru þá ekki teknar með í reikninginn þar sem þessi sníkjudýr voru þá svotil óþekkt vandamál í sjókvíaeldið við landið. Frá því ákvörðun um lokun hluta strandlengjunnar var tekin hefur hins vegar komið í ljós að sjávarlús er orðin viðvarandi og alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið leyfi fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta vandamál í sjókvíaeldinu vegur að villtum fiski. Þannig staðfestir nýleg íslensk meistaraverkefnisrannsókn að villtir laxfiskar á sjókvíeldissvæðum á Vestfjörðum eru meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Í rannsókninni kom jafnframt fram vísbending um neikvæð áhrif á þessa stofna Í umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 2018 um umsókn Arnarlax um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði er bent á að það komi „skýrt fram í gögnum framkvæmdaraðila að laxalús sé orðin vandamál í fiskeldi hér á landi. Hafrannsóknastofnun bendir á að aflúsunarefni hafi áhrif á hamskipti laxalúsa og að rannsóknir hafi sýnt fram á skaðleg áhrif efnanna á önnur krabbadýr. Þar sem áætlað sé að kvíar séu í nálægð við rækju í Arnarfirði leggi Hafrannsóknastofnun til að „bannað verði að nota aflúsunarefni í nágrenni rækjusvæða.“ Sjá: Framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði – Ákvörðun um matsskyldu. Skipulagsstofnun, birt 5. júlí 2018.Hér má svo lesa um norska rannsókn um skaðsemi lúsaeitursins á rækjustofna. Ómetanlegar auðlindir í hættu Fjölmargar ár með sérstökum villtum stofnum eru á svæðum þar sem sjókvíaeldið hefur margfaldast í íslenskum fjörðum. Þessir stofnar hafa þegar skaðast af þeirri starfsemi þó þeir að eigi sjálfstæðan tilverurétt í náttúru landsins ættu samkvæmt lögum um náttúruvernd og samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir. Þeir sem vilja stunda fiskeldi hér við land eiga ekki að komast upp með að spilla náttúru landsins. Og neytendur eiga að geta séð á umbúðum matvara hvort notuð séu eiturefni við framleiðsluna. Fyrir hönd stjórnar Íslenska náttúruverndarsjóðsins -IWF. Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Aðeins þrjú ár eru frá því að fulltrúar opinberra eftirlitsstofnana töldu að laxa- og fiskilús yrði ekki vandamál í sjókvíaeldi hér við land. Það reyndist heldur betur rangt mat. Nú er svo komið að margsinnis hefur verið eitrað fyrir lús í sjókvíum. Síðast á sjö eldissvæðum við sunnanverða Vestfirði fyrir fáeinum mánuðum. Þetta er grafalvarlegt mál því lyfin og eiturefnin, sem notuð eru, skaða umhverfið og lífríkið. Eins staðan er í dag vita neytendur ekki hvort sá eldislax sem seldur er í verslunum hér hafi hlotið þessa meðhöndlun. Úr þessu þarf að bæta. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund höfum því sent Neytendasamtökunum fyrirspurn um hvort samtökin hafi kannað hvort eldislax sem hefur verið með lúsaeitri eða lyfjum sé seldur í íslenskum verslunum. Vantar merkingar á umbúðum Í aðdraganda breytinga á lögum um fiskeldi í fyrra kom fram tillaga í nefndaráliti minnihluta atvinnuveganefndar að „rekstraraðilum verði gert skylt að merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á.“ Því miður varð þessi tillaga ekki að hluti af lögunum sem voru samþykkt Alþingi í júní 2019. Merkingar sem þessi er engu síður mikilvæg af tveimur grundvallarástæðum: Neytendur eiga að hafa þann rétt að vita hvaða meðhöndlun matvara hefur fengið áður en þeir neyta hennar. Í því samhengi má benda á að Whole Foods, einn helsti kaupandi eldislax frá Arnarlaxi ( stærsta sjókvíaeldisfyritæki landsins), tekur ekki við laxi sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri/lúsalyfjum. Þetta kom meðal annars fram í frétt RÚV frá 2017 um að lax sem hefur þurft meðhöndlun út af lúsinni stenst ekki kröfur Whole Foods. Lúsaeitur/lúsalyf hafa slæm áhrif á lífríkið. Neytendur eiga að hafa rétt á að hafa val um að sniðganga vöru þar sem þessum efnum er beitt við framleiðsluna, jafnvel þó svo kunni að vera að neysla viðkomandi vöru sé ekki talin heilsuspillandi. Vísindin eru afdráttarlaus Á sínum tíma sýndu Íslendingar meiri framsýni en ýmsar aðrar þjóðir með því að loka ákveðnum hlutum strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi með það fyrir augum að vernda villta lax- og silungsstofna landsins. Var þá eingöngu horft til lax- og silungsveiðiáa sem gáfu af sér veiðihlunnindi og tilgangurinn fyrst og fremst að draga úr áhrifum erfðablöndunar eldisfisks við laxastofna. Lax- og fiskilús voru þá ekki teknar með í reikninginn þar sem þessi sníkjudýr voru þá svotil óþekkt vandamál í sjókvíaeldið við landið. Frá því ákvörðun um lokun hluta strandlengjunnar var tekin hefur hins vegar komið í ljós að sjávarlús er orðin viðvarandi og alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið leyfi fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta vandamál í sjókvíaeldinu vegur að villtum fiski. Þannig staðfestir nýleg íslensk meistaraverkefnisrannsókn að villtir laxfiskar á sjókvíeldissvæðum á Vestfjörðum eru meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Í rannsókninni kom jafnframt fram vísbending um neikvæð áhrif á þessa stofna Í umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 2018 um umsókn Arnarlax um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði er bent á að það komi „skýrt fram í gögnum framkvæmdaraðila að laxalús sé orðin vandamál í fiskeldi hér á landi. Hafrannsóknastofnun bendir á að aflúsunarefni hafi áhrif á hamskipti laxalúsa og að rannsóknir hafi sýnt fram á skaðleg áhrif efnanna á önnur krabbadýr. Þar sem áætlað sé að kvíar séu í nálægð við rækju í Arnarfirði leggi Hafrannsóknastofnun til að „bannað verði að nota aflúsunarefni í nágrenni rækjusvæða.“ Sjá: Framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði – Ákvörðun um matsskyldu. Skipulagsstofnun, birt 5. júlí 2018.Hér má svo lesa um norska rannsókn um skaðsemi lúsaeitursins á rækjustofna. Ómetanlegar auðlindir í hættu Fjölmargar ár með sérstökum villtum stofnum eru á svæðum þar sem sjókvíaeldið hefur margfaldast í íslenskum fjörðum. Þessir stofnar hafa þegar skaðast af þeirri starfsemi þó þeir að eigi sjálfstæðan tilverurétt í náttúru landsins ættu samkvæmt lögum um náttúruvernd og samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir. Þeir sem vilja stunda fiskeldi hér við land eiga ekki að komast upp með að spilla náttúru landsins. Og neytendur eiga að geta séð á umbúðum matvara hvort notuð séu eiturefni við framleiðsluna. Fyrir hönd stjórnar Íslenska náttúruverndarsjóðsins -IWF. Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar IWF.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar