Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2020 15:47 Víðir Reynisson yfirlögreguþjónn var augljóslega ósáttur við þann fjölda sem björgunarsveitir þurftu að koma til aðstoðar um helgina. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. Hann minnti á þetta á daglegum upplýsingafundi í dag, þeim 37. í röðinni. Víðir hefur stýrt öllum fundunum. Víðir hefur opnað og lokað fundunum, allajafna með lokaorðum til landsmanna. „Var ekki helgin ágætis æfing? Við vorum að tala um að vera heima um helgina og að vera heima um páskana,“ sagði Víðir á fundinum í dag og var greinilega ekki skemmt. „Það voru opnaðar fjöldahjálpastöðvar fyrir Íslendinga sem að festust uppi á heiðum og þurfti að bjarga. Björgunarsveitir björguðu nánast hundrað Íslendingum úr vandræðum um helgina. Er þetta ekki bara komið gott?“ spurði Víðir ákveðinn. Víðir var spurður að því á fundinum hvort stórfjölskyldur mættu hittast um páskana og borða saman. Víðir hvatti fólk til að hugsa um þá meðlimi fjölskyldunnar sem komnir eru á aldur, og að hafa hópa sem hittist sem fámennasta. „Eigum við ekki að slaka á núna um helgina og vera heima? Taka páskana í rólegheitum í fjarfundi með stórfjölskyldunni, matarboð með vinunum í gegnum fjarfundi? Njótum návistar við okkar nánustu, verum áfram góð hvert annað og höldum áfram að vera ábyrg. Þá tekst okkur að komast í gegnum þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. Hann minnti á þetta á daglegum upplýsingafundi í dag, þeim 37. í röðinni. Víðir hefur stýrt öllum fundunum. Víðir hefur opnað og lokað fundunum, allajafna með lokaorðum til landsmanna. „Var ekki helgin ágætis æfing? Við vorum að tala um að vera heima um helgina og að vera heima um páskana,“ sagði Víðir á fundinum í dag og var greinilega ekki skemmt. „Það voru opnaðar fjöldahjálpastöðvar fyrir Íslendinga sem að festust uppi á heiðum og þurfti að bjarga. Björgunarsveitir björguðu nánast hundrað Íslendingum úr vandræðum um helgina. Er þetta ekki bara komið gott?“ spurði Víðir ákveðinn. Víðir var spurður að því á fundinum hvort stórfjölskyldur mættu hittast um páskana og borða saman. Víðir hvatti fólk til að hugsa um þá meðlimi fjölskyldunnar sem komnir eru á aldur, og að hafa hópa sem hittist sem fámennasta. „Eigum við ekki að slaka á núna um helgina og vera heima? Taka páskana í rólegheitum í fjarfundi með stórfjölskyldunni, matarboð með vinunum í gegnum fjarfundi? Njótum návistar við okkar nánustu, verum áfram góð hvert annað og höldum áfram að vera ábyrg. Þá tekst okkur að komast í gegnum þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira