Varar við því að fólk kaupi mótefnamælingar á netinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira