Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:27 Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Mbl.is greinir frá því að flugvél Icelandair fljúgi til Sjanghæ í fyrramálið þar sem hún muni sækja sautján tonn af lækningavörum. Flugvélin stoppar í borginni í fjórar klukkustundir og fer svo beint til baka til Íslands. Fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum í dag að Landspítalinn muni halda utan um þennan lager og dreifa honum ef á þarf að halda. „Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt stjórnarráðsins. Um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Þá er sendiráð Íslands í Kína sagt hafa unnið að því í samráði við yfirvöld hér að festa kaup á vörunum og tryggja leyfi fyrir útflutningi. Sömuleiðis hafi sendiráð Kína á Íslandi veitt aðstoð við innflutninginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Mbl.is greinir frá því að flugvél Icelandair fljúgi til Sjanghæ í fyrramálið þar sem hún muni sækja sautján tonn af lækningavörum. Flugvélin stoppar í borginni í fjórar klukkustundir og fer svo beint til baka til Íslands. Fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum í dag að Landspítalinn muni halda utan um þennan lager og dreifa honum ef á þarf að halda. „Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt stjórnarráðsins. Um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Þá er sendiráð Íslands í Kína sagt hafa unnið að því í samráði við yfirvöld hér að festa kaup á vörunum og tryggja leyfi fyrir útflutningi. Sömuleiðis hafi sendiráð Kína á Íslandi veitt aðstoð við innflutninginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira