Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2020 09:45 Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur við Umhverfisverðlaunum. Vísir/Vilhelm Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Kornið sem fyllti mælinn var framganga Festismanna í hlutabótaumræðunni, en félagið þáði bætur þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað í ár. Það hafi gengið gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna í starfsemi Krónunnar. Þetta herma heimildir fréttastofunnar en vísbendingar þessa má jafnframt lesa úr tilkynningu sem send var Kauphöllinni um starfslok Grétu. Þar er haft eftir henni að það hafi verið „gríðarlega erfið ákvörðun“ að hætta hjá Krónunni og að í starfi sínu hafi hún „lagt ríka áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki.“ Gréta María vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningunni. Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Krónunnar í september árið 2018 eftir að hafa verið fjármálastjóri Festar, móðurfélags Krónunnar, um tveggja ára skeið. Verðlaunuð fyrir ábyrgð Undir hennar stjórn hefur Krónan aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt og var síðasta rekstrarár það stærsta í sögu fyrirtækisins. Í samtali við Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, undir lok síðasta árs vildi Gréta ekki síst rekja árangurinn til áherslu verslunarinnar á umhverfis- og lýðheilsumál. Áherslan hafi aukið sérstöðu Krónunnar, ánægju viðskiptavina og árangur í rekstri. „Segja má að áhersla Krónunnar á að sýna samfélagslega ábyrgð hafi aukið samkeppnishæfni félagsins og ekki síst þess vegna hlýtur Krónan Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019,“ segir í umsögn Áramóta. Auk viðskiptaverðlaunanna í fyrra hlaut Krónan jafnframt Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrstu Svansvottun verslana á Íslandi auk þess að fá viðurkenninguna Framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins síðasta haust. Umhverfisframtak ársins 2019: Krónan from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Hlutabótahringlandaháttur Gréta María greindi samstarfsmönnum sínum í Krónunni frá starfslokunum á fundi á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Tilkynningin tók mjög á Grétu, samkvæmt heimildum innan af fundinum, og brast hún í grát þegar hún kvaddi samstarfsmenn sína. Þetta hafi verið draumastarfið hennar sem hún sæi sér einfaldlega ekki fært að sinna lengur. Áhersla hennar á samfélagslega ábyrgð hafi ekki verið samrýmanleg framgöngu æðstu stjórnenda Festar. Félagið var eitt þeirra sem sætt hefur gagnrýni síðustu daga fyrir að hafa nýtt sér hlutablótaleið stjórnvalda. Hópur stöndugra stórfyrirtækja lækkaði starfshlutfall starfsmanna sinna á móti ríkisframlagi, samhliða því að greiða sér arð eða kaupa eigin bréf. Framferðið orsakaði reiðibylgju sem skall svo á Festi af fullum þunga fimmtudagskvöldið 7. maí. Verslun Krónunnar í Lindum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, ekki gera ráð fyrir því að félagið myndi hætta að nýta sér hlutabótaúrræðið - þrátt fyrir að sjá fram á 7,3 milljarða króna rekstrarhagnað í ár. Úrræðið hafi aðeins verið nýtt hjá þeim öngum fyrirtækisins sem var gert að loka vegna kórónuveirufaraldursins, eins og Elko-verslunin í Leifsstöð og nokkrar þjónustustöðvar N1 sem ekki gátu selt veitingar, og áætlaði Eggert að hlutabæturnar til Festar myndu nema um 40 milljónum króna. Útsendinguna má sjá hér að neðan. Krónan sendi eigin tilkynningu Orð Eggerts sættu gagnrýni. Fjöldi fólks kallaði eftir að fyrirtæki Festar yrðu sniðgengin og var Krónan meðal annars nefnd í því samhengi. Festi brást við gagnrýninni og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir. Þar sagðist félagið ætla að hætta að þiggja hlutabætur en ekki kom fram hvort aðstoð stjórnvalda við launagreiðslur til starfsmanna yrði endurgreidd. Hagar, stærsti keppinautur Festar, tilkynntu um svipað leyti að peningarnir yrðu endurgreiddir og Skeljungur hafði þegar gert það. Heimildir fréttastofu herma að ekki hafi verið eining innan Festar um hvort hætta ætti að þiggja en endurgreiða ekki. Gréta María hafi verið meðal þeirra sem þrýstu á um að ríkisaðstoðinni yrði skilað. Enginn í efstu lögum Festar, Gréta þar með talin, hafi þó hreyft mótbárum þegar tekin var ákvörðun í upphafi um að nýta hlutabótaleiðina. Til að undirstrika að Krónan hafi ekki notið góðs af hlutabótunum sendi Krónan frá sér sína eigin tilkynningu, klukkustund eftir að áðurnefnd tilkynning barst frá Festi. „Í ljósi umræðunnar vill Krónan árétta að hlutabótaleið stjórnvalda hefur ekki verið nýtt fyrir starfsfólk fyrirtækisins,“ sagði í tilkynningu Krónunnar sem ber með sér að fyrirtækið hafi viljað fjarlægja sig frá gagnrýninni sem Festi sætti á þessum tíma. Í samtali við Vísi á þriðjudag í síðustu viku sagði Eggert hins vegar að Festi ætlaði sér að endurgreiða hlutabæturnar og hafi þegar sett sig í samband við Vinnumálastofnun. Málið er í vinnslu og útfærir stofnunin nú hvernig hægt sé að standa að endurgreiðslunum. Samfélagsábyrgðin höfð að engu Framganga stjórnenda Festar og meðfylgjandi álitshnekki fyrir félagið var kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Maríu. Hún tilkynnti þeim um uppsögn sína á miðvikudag í síðustu viku og var tilkynningin um starfslok hennar send út daginn eftir sem fyrr segir. Uppsögn Grétu kom nokkuð á óvart. Hún er talin hafa átt ríkan þátt í velgengni Krónunnar á síðustu misserum, eins og fyrrnefnd verðlaun og rekstrarárangur bera með sér. Heimildir Markaðarins herma að sama skapi að sífellt stækkandi markaðshlutdeild Krónunnar á matvörumarkaði hafi meðal annars leitt til þess að Hagar ákváðu að skipta út fólki í brúnni. Félagið, sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup, hafi orðið undir í samkeppni við Krónuna og hluthafar því talið tímabært að gera breytingar. Þær urðu í lok apríl þegar Finnur Árnason hætti sem forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson sagði skilið við framkvæmdastjórastöðu Bónuss. Sem fyrr segir vildi Gréta María ekki tjá sig frekar um starfslokin þegar eftir því var leitað. Næstu skref hennar á ferlinum eru að sama skapi óráðin en að líkindum mun samkeppnisbann koma í veg fyrir að hún ráði sig til keppinauta Festar næstu mánuðina. Festi leitar enn eftirmanns hennar en Eggert Þór, forstjóri félagsins, vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem hann sagði í starfslokatilkynningu Grétu: „Ég vil þakka Grétu fyrir frábært starf fyrir Krónuna og þann mikla árangur sem félagið hefur náð undir hennar stjórn.“ Verslun Hlutabótaleiðin Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 Framkvæmdastjóri Krónunnar hættir Gréta María Grétarsdóttir hættir sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 14. maí 2020 11:43 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Kornið sem fyllti mælinn var framganga Festismanna í hlutabótaumræðunni, en félagið þáði bætur þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað í ár. Það hafi gengið gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna í starfsemi Krónunnar. Þetta herma heimildir fréttastofunnar en vísbendingar þessa má jafnframt lesa úr tilkynningu sem send var Kauphöllinni um starfslok Grétu. Þar er haft eftir henni að það hafi verið „gríðarlega erfið ákvörðun“ að hætta hjá Krónunni og að í starfi sínu hafi hún „lagt ríka áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki.“ Gréta María vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningunni. Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Krónunnar í september árið 2018 eftir að hafa verið fjármálastjóri Festar, móðurfélags Krónunnar, um tveggja ára skeið. Verðlaunuð fyrir ábyrgð Undir hennar stjórn hefur Krónan aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt og var síðasta rekstrarár það stærsta í sögu fyrirtækisins. Í samtali við Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, undir lok síðasta árs vildi Gréta ekki síst rekja árangurinn til áherslu verslunarinnar á umhverfis- og lýðheilsumál. Áherslan hafi aukið sérstöðu Krónunnar, ánægju viðskiptavina og árangur í rekstri. „Segja má að áhersla Krónunnar á að sýna samfélagslega ábyrgð hafi aukið samkeppnishæfni félagsins og ekki síst þess vegna hlýtur Krónan Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019,“ segir í umsögn Áramóta. Auk viðskiptaverðlaunanna í fyrra hlaut Krónan jafnframt Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrstu Svansvottun verslana á Íslandi auk þess að fá viðurkenninguna Framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins síðasta haust. Umhverfisframtak ársins 2019: Krónan from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Hlutabótahringlandaháttur Gréta María greindi samstarfsmönnum sínum í Krónunni frá starfslokunum á fundi á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Tilkynningin tók mjög á Grétu, samkvæmt heimildum innan af fundinum, og brast hún í grát þegar hún kvaddi samstarfsmenn sína. Þetta hafi verið draumastarfið hennar sem hún sæi sér einfaldlega ekki fært að sinna lengur. Áhersla hennar á samfélagslega ábyrgð hafi ekki verið samrýmanleg framgöngu æðstu stjórnenda Festar. Félagið var eitt þeirra sem sætt hefur gagnrýni síðustu daga fyrir að hafa nýtt sér hlutablótaleið stjórnvalda. Hópur stöndugra stórfyrirtækja lækkaði starfshlutfall starfsmanna sinna á móti ríkisframlagi, samhliða því að greiða sér arð eða kaupa eigin bréf. Framferðið orsakaði reiðibylgju sem skall svo á Festi af fullum þunga fimmtudagskvöldið 7. maí. Verslun Krónunnar í Lindum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, ekki gera ráð fyrir því að félagið myndi hætta að nýta sér hlutabótaúrræðið - þrátt fyrir að sjá fram á 7,3 milljarða króna rekstrarhagnað í ár. Úrræðið hafi aðeins verið nýtt hjá þeim öngum fyrirtækisins sem var gert að loka vegna kórónuveirufaraldursins, eins og Elko-verslunin í Leifsstöð og nokkrar þjónustustöðvar N1 sem ekki gátu selt veitingar, og áætlaði Eggert að hlutabæturnar til Festar myndu nema um 40 milljónum króna. Útsendinguna má sjá hér að neðan. Krónan sendi eigin tilkynningu Orð Eggerts sættu gagnrýni. Fjöldi fólks kallaði eftir að fyrirtæki Festar yrðu sniðgengin og var Krónan meðal annars nefnd í því samhengi. Festi brást við gagnrýninni og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir. Þar sagðist félagið ætla að hætta að þiggja hlutabætur en ekki kom fram hvort aðstoð stjórnvalda við launagreiðslur til starfsmanna yrði endurgreidd. Hagar, stærsti keppinautur Festar, tilkynntu um svipað leyti að peningarnir yrðu endurgreiddir og Skeljungur hafði þegar gert það. Heimildir fréttastofu herma að ekki hafi verið eining innan Festar um hvort hætta ætti að þiggja en endurgreiða ekki. Gréta María hafi verið meðal þeirra sem þrýstu á um að ríkisaðstoðinni yrði skilað. Enginn í efstu lögum Festar, Gréta þar með talin, hafi þó hreyft mótbárum þegar tekin var ákvörðun í upphafi um að nýta hlutabótaleiðina. Til að undirstrika að Krónan hafi ekki notið góðs af hlutabótunum sendi Krónan frá sér sína eigin tilkynningu, klukkustund eftir að áðurnefnd tilkynning barst frá Festi. „Í ljósi umræðunnar vill Krónan árétta að hlutabótaleið stjórnvalda hefur ekki verið nýtt fyrir starfsfólk fyrirtækisins,“ sagði í tilkynningu Krónunnar sem ber með sér að fyrirtækið hafi viljað fjarlægja sig frá gagnrýninni sem Festi sætti á þessum tíma. Í samtali við Vísi á þriðjudag í síðustu viku sagði Eggert hins vegar að Festi ætlaði sér að endurgreiða hlutabæturnar og hafi þegar sett sig í samband við Vinnumálastofnun. Málið er í vinnslu og útfærir stofnunin nú hvernig hægt sé að standa að endurgreiðslunum. Samfélagsábyrgðin höfð að engu Framganga stjórnenda Festar og meðfylgjandi álitshnekki fyrir félagið var kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Maríu. Hún tilkynnti þeim um uppsögn sína á miðvikudag í síðustu viku og var tilkynningin um starfslok hennar send út daginn eftir sem fyrr segir. Uppsögn Grétu kom nokkuð á óvart. Hún er talin hafa átt ríkan þátt í velgengni Krónunnar á síðustu misserum, eins og fyrrnefnd verðlaun og rekstrarárangur bera með sér. Heimildir Markaðarins herma að sama skapi að sífellt stækkandi markaðshlutdeild Krónunnar á matvörumarkaði hafi meðal annars leitt til þess að Hagar ákváðu að skipta út fólki í brúnni. Félagið, sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup, hafi orðið undir í samkeppni við Krónuna og hluthafar því talið tímabært að gera breytingar. Þær urðu í lok apríl þegar Finnur Árnason hætti sem forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson sagði skilið við framkvæmdastjórastöðu Bónuss. Sem fyrr segir vildi Gréta María ekki tjá sig frekar um starfslokin þegar eftir því var leitað. Næstu skref hennar á ferlinum eru að sama skapi óráðin en að líkindum mun samkeppnisbann koma í veg fyrir að hún ráði sig til keppinauta Festar næstu mánuðina. Festi leitar enn eftirmanns hennar en Eggert Þór, forstjóri félagsins, vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem hann sagði í starfslokatilkynningu Grétu: „Ég vil þakka Grétu fyrir frábært starf fyrir Krónuna og þann mikla árangur sem félagið hefur náð undir hennar stjórn.“
Verslun Hlutabótaleiðin Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 Framkvæmdastjóri Krónunnar hættir Gréta María Grétarsdóttir hættir sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 14. maí 2020 11:43 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21
Framkvæmdastjóri Krónunnar hættir Gréta María Grétarsdóttir hættir sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 14. maí 2020 11:43
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55