Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2020 21:44 Víkurklettur sést fyrir miðri mynd en út frá honum verður varnargarðurinn lagður. Austustu húsin í Vík sjást neðst. Stöð 2/Einar Árnason. Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira