Gefur fjórðung auðæfa sinna til baráttunnar við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 21:57 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. GETTY/COLE BURSTON Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun. Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld. Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa. I m moving $1B of my Square equity (~28% of my wealth) to #startsmall LLC to fund global COVID-19 relief. After we disarm this pandemic, the focus will shift to girl s health and education, and UBI. It will operate transparently, all flows tracked here: https://t.co/hVkUczDQmz— jack (@jack) April 7, 2020 Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins. Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund. Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun. Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld. Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa. I m moving $1B of my Square equity (~28% of my wealth) to #startsmall LLC to fund global COVID-19 relief. After we disarm this pandemic, the focus will shift to girl s health and education, and UBI. It will operate transparently, all flows tracked here: https://t.co/hVkUczDQmz— jack (@jack) April 7, 2020 Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins. Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund.
Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira