Banaslys varð í miðbæ Reykjavíkur snemma í gærmorgun er ungur maður, fæddur árið 1992, féll niður til jarðar af þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segir að lögregla rannsaki nú málið, verið sé að yfirheyra vitni til að komast til botns í því hver tildrög slyssins voru. Eins og staðan er núna sé ekki gengið út frá því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.