Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2020 11:31 Renee Zellweger hefur í tvígang unnið Óskarinn. Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira