Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 10:20 Fjármálaráðherra ESB funduðu í 16 klukkustundir án niðurstöðu. EPA/STEPHANIE LECOCQ Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar. Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar.
Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira