Fjölmiðlasirkus þegar Ronaldinho fór úr fangelsinu inn á lúxus hótel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 14:00 Ronaldinho mætir á lúxushótelið í Asuncion umkringdur fjölmiðlafólki. AP/Jorge Saenz Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns. Fótbolti Paragvæ Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns.
Fótbolti Paragvæ Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira