Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:07 Hjúkrunarfræðingur í hlífðarbúningi. vísir/vilhelm Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira