Sjálfsögðu miðlarnir Olga Björt Þórðardóttir skrifar 8. apríl 2020 12:00 Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun