Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 13:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. Hún hefur kallað eftir upplýsingum frá stofnuninni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði á fundi sínum um morgun um skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2018 um verklag og starfshætti Útlendingastofnunar. „Við vorum að fylgja því eftir hvað hafi verið gert til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starf stofnunarinnar,“ segir Þórhildur Sunna. „Að mínu mat þá mætti nú spýta talsvert í lófana og það vantar ennþá töluvert uppá að það sé skýrt hvaða verkreglum stofnunin er að fylgja þegar hún er að taka ákvarðanir í málum.“ Það sé jákvætt að vinna hafi farið fram til að bregðast við athugasemdum en á sama tíma sé það hvorki aðgengilegt umsækjendum né almenningi hvað í þeirri vinnu felist að sögn Þórhildar Sunnu. „Sömuleiðis þá vantar greinilega ennþá upp á framtíðarstefnumótun og að það geti farið fram einhvers konar mat á því hvernig starfsemi stofnunarinnar verður til framtíðar.“ Ali á vantrausti að verkferlar liggi ekki fyrir Mál Maní Shahidi, sautján ára transpilts frá Íran, hefur vakið mikla athygli. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni hans frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í máli hans og fjölskyldu hans. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað aftur vísað til Portúgal. Þórhildur Sunna segir mál Maní ekki hafa verið meginviðfangsefni fundarins en það hafi borist í tal. „Ég spurði alla veganna sérstaklega út í hvort það væri gagnger stefna stjórnvalda að huga sérstaklega að viðkvæmum hópum eins og LGBTI ungmennum eða LGBTI hópum og það virðist ekki vera að það hafi farið fram einhver heildstæð stefnumótun um það þótt að einstaka kvótaflóttamenn hafi kannski fengið leyfi hér á þeim forsendum.“ Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, fyrir utan forsætisráðuneytið í gær þegar þau fengu fregnir af því að engin breyting hefði orðið á máli fjölskyldunnar.Vísir/egill Ekki sé til staðar sérstök stefna innan stofnunarinnar til að huga sérstaklega að þessum hópi. Það ali að hennar mati á vantrausti að ekki liggi fyrir hvaða verkferlum sé verið að fylgja í þeim efnum. „Það er kannski einna helst sá lærdómur gagnvart málinu hans Maní sem að ég dró af þessum fundi, þótt hann varðaði ekki málið hans Maní beint, var einmitt þetta. Að við vitum ekki hvaða verklagsreglum Útlendingastofnun er að fylgja þegar kemur að svona málum og það hjálpar þá ekki þegar Útlendingastofnun er að segja að öllum ferlum hafi verið fylgt, að við höfum ekki aðgang að þeim reglum,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. Hún hefur kallað eftir upplýsingum frá stofnuninni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði á fundi sínum um morgun um skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2018 um verklag og starfshætti Útlendingastofnunar. „Við vorum að fylgja því eftir hvað hafi verið gert til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starf stofnunarinnar,“ segir Þórhildur Sunna. „Að mínu mat þá mætti nú spýta talsvert í lófana og það vantar ennþá töluvert uppá að það sé skýrt hvaða verkreglum stofnunin er að fylgja þegar hún er að taka ákvarðanir í málum.“ Það sé jákvætt að vinna hafi farið fram til að bregðast við athugasemdum en á sama tíma sé það hvorki aðgengilegt umsækjendum né almenningi hvað í þeirri vinnu felist að sögn Þórhildar Sunnu. „Sömuleiðis þá vantar greinilega ennþá upp á framtíðarstefnumótun og að það geti farið fram einhvers konar mat á því hvernig starfsemi stofnunarinnar verður til framtíðar.“ Ali á vantrausti að verkferlar liggi ekki fyrir Mál Maní Shahidi, sautján ára transpilts frá Íran, hefur vakið mikla athygli. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni hans frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í máli hans og fjölskyldu hans. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað aftur vísað til Portúgal. Þórhildur Sunna segir mál Maní ekki hafa verið meginviðfangsefni fundarins en það hafi borist í tal. „Ég spurði alla veganna sérstaklega út í hvort það væri gagnger stefna stjórnvalda að huga sérstaklega að viðkvæmum hópum eins og LGBTI ungmennum eða LGBTI hópum og það virðist ekki vera að það hafi farið fram einhver heildstæð stefnumótun um það þótt að einstaka kvótaflóttamenn hafi kannski fengið leyfi hér á þeim forsendum.“ Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, fyrir utan forsætisráðuneytið í gær þegar þau fengu fregnir af því að engin breyting hefði orðið á máli fjölskyldunnar.Vísir/egill Ekki sé til staðar sérstök stefna innan stofnunarinnar til að huga sérstaklega að þessum hópi. Það ali að hennar mati á vantrausti að ekki liggi fyrir hvaða verkferlum sé verið að fylgja í þeim efnum. „Það er kannski einna helst sá lærdómur gagnvart málinu hans Maní sem að ég dró af þessum fundi, þótt hann varðaði ekki málið hans Maní beint, var einmitt þetta. Að við vitum ekki hvaða verklagsreglum Útlendingastofnun er að fylgja þegar kemur að svona málum og það hjálpar þá ekki þegar Útlendingastofnun er að segja að öllum ferlum hafi verið fylgt, að við höfum ekki aðgang að þeim reglum,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16
Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57