Fátt er svo með öllu illt... Eva Magnúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 10:00 ...að ekki boði nokkuð gott. Sumar samfélagsbreytingar eiga skilið að lifa áfram eftir COVID-19. Þar má nefna minna kolefnisspor vegna minnkandi bílanotkunar og önnur umhverfisáhrif ásamt umhyggju og vináttu. Við höfum breytt framkomu í garð náungans, við höfum sameinast um að vernda áhættuhópa sem gætu látist úr veirunni. Við heimsækjum ekki afa og ömmu og pabba og mömmu af umhyggju við þeirra heilsu. Við gætum nefnilega aldrei fyrirgefið okkur það ef þau myndu veikjast af okkar völdum og hlýðum Víði, í það minnsta flest. Í staðinn tölum við oftar í símann við fólk sem okkur þykir vænt um, keyrum minna en hreyfum okkur meira úti. Það má hugsa ævi okkar í fyrir og eftir hrun í örsöguskýringu. Fyrir hrun voru allir að meika það og allir ætluðu eða þóttust vera ríkir, „Fake it until you make it“. Fólk mátti ekki vera að neinu því það var í maraþoni lífsgæðakapphlaupsins, hvað þá eiga einhver dýpri samskipti. Svo kom hrunið og við kepptumst við að reyna að finna sökudólga og verja eignir okkar, sumum tókst það, öðrum ekki. Margir voru reiðir, skiljanlega. Pólitíkin var upp í loft, atvinnuleysi og eignamissir og engin sátt var í samfélaginu. Eftir hrunstjórnir þá þurfti nýja ríkisstjórn sem stjórnar frá vinstri til hægri og frá hægri til vinstri til þess að við gætum byrjað að taka fyrsta skrefið að sáttum. En það þurfti alheimssjúkdóm sem ógnar okkur öllum jafnt til þess að við lærðum að standa saman og muna eftir því að við eigum hér allt undir og erum öll skyld sem manneskjur þó ekki séum við öll blóðskyld en veiran fer ekki í manngreinarálit. Við höfum komist að því að heilsufarsleg ógn er ennþá verri en fjárhagsleg ógn og erum við þó vön að takast á við alls kyns hamfarir á Íslandi. Við eigum það sameiginlegt að vera Íslendingar, eitthvað sem við munum bara á íþróttakappleikjum, þegar vel gengur eða þegar við erum að kljást við eldgos eða snjóflóð. En er ekki tími til kominn að muna eftir því á hverjum degi og láta samfélagslegu breytingarnar sem veiran knúði fram endast lengur? Næstum allar fjölskyldur lifa nú í félagslegu svelti og það getur reynt á en fólk er sem betur fer hugmyndaríkt í því að finna sér dægrastyttingu. Það minnir okkur á hvað það er gaman að umgangast ættingja og vini, að gleðjast saman, að borða saman góðan mat. Á meðan þetta gengur yfir ættum við að nota tímann til þess að tengjast enn betur okkar eigin kjarnafjölskyldu, hreyfa okkur úti í náttúrunni, skoða okkur sjálf inn á við og velta fyrir okkur hvað við viljum fá út úr lífinu. Lítum á þessa stund á milli stríða sem tækifæri, tækifæri til þess að huga að öllu því sem skiptir okkur máli, að nota tæknina í vinnu, keyra minna og ganga meira eða hjóla. Er ekki bara gott að halda áfram á braut umhyggju og náungakærleika? Hvernig væri að beita sömu aðferðafræði á loftslagsmálin og við baráttuna gegn COVID-19? Margir óttast að ríkisstjórnir, fyrirtæki og sveitarfélög missi taktinn og hætti að einbeita sér að loftslagsmálum nú þegar efnahagsmálin eru upp í loft. En við þurfum að halda áfram og gefa í frekar en ekki. Margir eru á góðri leið, aðrir eru enn að hugsa. Við höfum séð ríkisstjórnir og fyrirtæki bregðast við og breyta samskiptaháttum gríðarlega hratt í baráttunni gegn COVID-19. Það er alltaf betra að fyrirbyggja heldur en að vinna sig út úr afleiðingunum bæði hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 og í aðgerðum sem vinna gegn hlýnun jarðar. Kannski þurfum við hina þrjá fræknu riddara, Víði, Ölmu og Þórólf, eða samskonar sómafólk, til þess að verkefnastýra aðgerðum í þágu loftslagsmála fyrir okkur? Þessi orð eru hvatning til okkar allra að gleyma ekki loftslagsmálunum, að minnka sóun heima fyrir og í fyrirtækjunum, að flýta fyrir orkuskiptum og ganga vel um þetta dásamlega land okkar. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum og þegar við rísum upp á ný eftir COVID-19 þá skulum við rísa sem betra og umhverfisvænna þjóðfélag og það verður okkar styrkur og aðgreining í framtíðinni. Gleðilega páska og ferðumst innanhúss eða verum úti. Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
...að ekki boði nokkuð gott. Sumar samfélagsbreytingar eiga skilið að lifa áfram eftir COVID-19. Þar má nefna minna kolefnisspor vegna minnkandi bílanotkunar og önnur umhverfisáhrif ásamt umhyggju og vináttu. Við höfum breytt framkomu í garð náungans, við höfum sameinast um að vernda áhættuhópa sem gætu látist úr veirunni. Við heimsækjum ekki afa og ömmu og pabba og mömmu af umhyggju við þeirra heilsu. Við gætum nefnilega aldrei fyrirgefið okkur það ef þau myndu veikjast af okkar völdum og hlýðum Víði, í það minnsta flest. Í staðinn tölum við oftar í símann við fólk sem okkur þykir vænt um, keyrum minna en hreyfum okkur meira úti. Það má hugsa ævi okkar í fyrir og eftir hrun í örsöguskýringu. Fyrir hrun voru allir að meika það og allir ætluðu eða þóttust vera ríkir, „Fake it until you make it“. Fólk mátti ekki vera að neinu því það var í maraþoni lífsgæðakapphlaupsins, hvað þá eiga einhver dýpri samskipti. Svo kom hrunið og við kepptumst við að reyna að finna sökudólga og verja eignir okkar, sumum tókst það, öðrum ekki. Margir voru reiðir, skiljanlega. Pólitíkin var upp í loft, atvinnuleysi og eignamissir og engin sátt var í samfélaginu. Eftir hrunstjórnir þá þurfti nýja ríkisstjórn sem stjórnar frá vinstri til hægri og frá hægri til vinstri til þess að við gætum byrjað að taka fyrsta skrefið að sáttum. En það þurfti alheimssjúkdóm sem ógnar okkur öllum jafnt til þess að við lærðum að standa saman og muna eftir því að við eigum hér allt undir og erum öll skyld sem manneskjur þó ekki séum við öll blóðskyld en veiran fer ekki í manngreinarálit. Við höfum komist að því að heilsufarsleg ógn er ennþá verri en fjárhagsleg ógn og erum við þó vön að takast á við alls kyns hamfarir á Íslandi. Við eigum það sameiginlegt að vera Íslendingar, eitthvað sem við munum bara á íþróttakappleikjum, þegar vel gengur eða þegar við erum að kljást við eldgos eða snjóflóð. En er ekki tími til kominn að muna eftir því á hverjum degi og láta samfélagslegu breytingarnar sem veiran knúði fram endast lengur? Næstum allar fjölskyldur lifa nú í félagslegu svelti og það getur reynt á en fólk er sem betur fer hugmyndaríkt í því að finna sér dægrastyttingu. Það minnir okkur á hvað það er gaman að umgangast ættingja og vini, að gleðjast saman, að borða saman góðan mat. Á meðan þetta gengur yfir ættum við að nota tímann til þess að tengjast enn betur okkar eigin kjarnafjölskyldu, hreyfa okkur úti í náttúrunni, skoða okkur sjálf inn á við og velta fyrir okkur hvað við viljum fá út úr lífinu. Lítum á þessa stund á milli stríða sem tækifæri, tækifæri til þess að huga að öllu því sem skiptir okkur máli, að nota tæknina í vinnu, keyra minna og ganga meira eða hjóla. Er ekki bara gott að halda áfram á braut umhyggju og náungakærleika? Hvernig væri að beita sömu aðferðafræði á loftslagsmálin og við baráttuna gegn COVID-19? Margir óttast að ríkisstjórnir, fyrirtæki og sveitarfélög missi taktinn og hætti að einbeita sér að loftslagsmálum nú þegar efnahagsmálin eru upp í loft. En við þurfum að halda áfram og gefa í frekar en ekki. Margir eru á góðri leið, aðrir eru enn að hugsa. Við höfum séð ríkisstjórnir og fyrirtæki bregðast við og breyta samskiptaháttum gríðarlega hratt í baráttunni gegn COVID-19. Það er alltaf betra að fyrirbyggja heldur en að vinna sig út úr afleiðingunum bæði hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 og í aðgerðum sem vinna gegn hlýnun jarðar. Kannski þurfum við hina þrjá fræknu riddara, Víði, Ölmu og Þórólf, eða samskonar sómafólk, til þess að verkefnastýra aðgerðum í þágu loftslagsmála fyrir okkur? Þessi orð eru hvatning til okkar allra að gleyma ekki loftslagsmálunum, að minnka sóun heima fyrir og í fyrirtækjunum, að flýta fyrir orkuskiptum og ganga vel um þetta dásamlega land okkar. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum og þegar við rísum upp á ný eftir COVID-19 þá skulum við rísa sem betra og umhverfisvænna þjóðfélag og það verður okkar styrkur og aðgreining í framtíðinni. Gleðilega páska og ferðumst innanhúss eða verum úti. Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni hjá Podium ehf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun