Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:10 Mikilvægt er að huga að geðheilsunni, þá sérstaklega núna þegar aðstæður í samfélaginu eru kvíðavaldandi fyrir marga. Hugrún/Alda Lilja Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira