„Þótti ekki við hæfi að kona yrði þyrlulæknir“ Andri Eysteinsson skrifar 10. apríl 2020 15:51 Alma D. Möller starfaði sem þyrlulæknir hjá Landhelgisgæslunni á tíunda áratugnum. Vísir/Vilhelm „Mig langaði en það þótti ekki við hæfi að kona yrði þyrlulæknir,“ segir Alma Möller, landlæknir og fyrrverandi læknir landhelgisgæslunnar. „Sumir lögðust gegn því en Ólafur Jónsson yfirlæknir studdi mig. Úr varð að ég byrjaði á þyrlunni og það er sennilega með skemmtilegri störfum sem ég hef unnið.“ Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. Fyrsta konan til þess að starfa sem þyrlulæknir Alma Möller er ekki bara fyrsta konan til að gegna embætti landlæknis heldur var hún einnig fyrsta konan sem starfaði sem þyrlulæknir hjá Landhelgisgæslunni. Hún hóf störf snemma á tíunda áratug síðustu aldar og voru ekki allir á því að kona gæti unnið starfið. „Ég hafði verið á neyðarbíl, mikil í bráðameðferð og á svæfingadeildinni og það vantaði þyrlulækna,“ svarar Alma spurð um tildrög þess að hún hóf störf. Læknar landhelgisgæslunnar fara út með þyrlum gæslunnar og hlúa að sjúklingum áður og á meðan þeir eru fluttir til sjúkrahúss. Læknarnir eru látnir síga niður í skip, fjöll og hvert sem er erfitt að komast að. Alma segir það krefjast mikillar æfingar og minnist hinnar miklu fagmennsku sem einkenndu félaga hennar hjá Landhelgisgæslunni. „Þetta voru svo frábærir fagmenn þarna,“ segir hún og nefnir Sigurð Steinar Ketilsson, skipherra sem lést fyrir skömmu. „Hann ól mig upp þarna og er mesti fagmaður sem ég hef unnið með“ segir Alma og bætir við að Sigurður hafi kennt henni fagmennsku. Landlæknir segir að það sem mætti henni í starfinu hjá Landhelgisgæslunni hafi ekki komið henni á óvart. Öryggið hafi ávallt verið í hávegum haft og um borð í þyrlunum hafi hún aldrei orðið smeyk. Fyrsta ferð Ölmu með þyrlu Landhelgisgæslunnar var um sjómannadagshelgi og var farinn hringurinn í kringum landið. Var stoppað á ýmsum stöðum, þar á meðal í heimahögum Ölmu á Siglufirði. „Þar sýndi ég sig niður í togara úti á firði, mér leið nú bara eins og sirkusdrottningu,“ segir Alma hlægjandi. Alvaran tók þó við á leiðinni aftur til Reykjavíkur þegar tvö útköll bárust. Fyrst var slösuð kona sótt í Hrútafjörð eftir bílvelta og þegar nær dró barst tilkynning um veikt barn á Akranesi sem þurfti að koma undir læknishendur. Erfiðar aðstæður við fyrsta sigið niður í bát „Svo man ég vel eftir fyrsta siginu mínu niður í bát,“ segir Alma en aðstæður í það skiptið voru gríðarlega erfiðar. Útkallið barst um miðja nótt og hélt þyrlan út á haf. Alma segir að flugið hafi verið um klukkustundarlangt og þar sem togarann var að finna var svartamyrkur, vont veður og mikil ölduhæð. Svo slæmar voru aðstæður að Alma þurfti að ráðfæra sig við hjartalækni hvort hann væri ekki sammála að þyrfti að halda út í óveðrið til að sækja sjúklinginn. Alma segir að félögum hennar um borð í þyrlunni hafi ekki litist á blikuna þegar á hólminn var komið. „Þeir spurðu, treystirðu þér niður? Ég sagði bara ég kann ekki að meta það, ég hef aldrei gert þetta áður,“ sagði Alma. Niður fór Alma en í þá tíð var sá háttur hafður á að Alma fór ein um borð í skipið. Nú til dags er sigmaður einnig sendur niður. „Ég man nú bara að það var svo mikill veltingur að ég var að verða sjóveik bara við það að vera þarna í þennan hálftíma sem tók að búa um skipverjann,“ segir Alma. Spurð hvort það hafi komið til greina að síga ekki niður í þessum aðstæðum segir Alma einfaldlega „nei“ hún hafi ekki verið smeyk þegar þangað var komið. Hætti þegar hún varð barnshafandi Alma starfaði á Landhelgisgæsluárunum á Borgarspítalanum og gat því fylgst með heilsu sjúklinganna sem hún hafði sinnt í þyrlunni. Alma starfaði sem þyrlulæknir Landhelgisgæslunnar þar til að hún varð ófrísk. „Þetta var ekki starf fyrir mann þá,“ segir Alma hlægjandi. Tíminn hjá Landhelgisgæslunni hafi verði eftirminnilegur, lærdómsríkur og skemmtilegur. Hún hafi náð úr sér „akút hrollinum“ á þessum árum, það sé fátt sem geti komið henni á óvart. Alma starfaði hjá gæslunni í rúm tvö ár en seinna var haldið í sérnám í svæfingar- og gjörgæslulækningum í háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hlusta má á allt viðtal Heimis Karlssonar við Ölmu D. Möller landlækni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landhelgisgæslan Viðtal Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
„Mig langaði en það þótti ekki við hæfi að kona yrði þyrlulæknir,“ segir Alma Möller, landlæknir og fyrrverandi læknir landhelgisgæslunnar. „Sumir lögðust gegn því en Ólafur Jónsson yfirlæknir studdi mig. Úr varð að ég byrjaði á þyrlunni og það er sennilega með skemmtilegri störfum sem ég hef unnið.“ Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. Fyrsta konan til þess að starfa sem þyrlulæknir Alma Möller er ekki bara fyrsta konan til að gegna embætti landlæknis heldur var hún einnig fyrsta konan sem starfaði sem þyrlulæknir hjá Landhelgisgæslunni. Hún hóf störf snemma á tíunda áratug síðustu aldar og voru ekki allir á því að kona gæti unnið starfið. „Ég hafði verið á neyðarbíl, mikil í bráðameðferð og á svæfingadeildinni og það vantaði þyrlulækna,“ svarar Alma spurð um tildrög þess að hún hóf störf. Læknar landhelgisgæslunnar fara út með þyrlum gæslunnar og hlúa að sjúklingum áður og á meðan þeir eru fluttir til sjúkrahúss. Læknarnir eru látnir síga niður í skip, fjöll og hvert sem er erfitt að komast að. Alma segir það krefjast mikillar æfingar og minnist hinnar miklu fagmennsku sem einkenndu félaga hennar hjá Landhelgisgæslunni. „Þetta voru svo frábærir fagmenn þarna,“ segir hún og nefnir Sigurð Steinar Ketilsson, skipherra sem lést fyrir skömmu. „Hann ól mig upp þarna og er mesti fagmaður sem ég hef unnið með“ segir Alma og bætir við að Sigurður hafi kennt henni fagmennsku. Landlæknir segir að það sem mætti henni í starfinu hjá Landhelgisgæslunni hafi ekki komið henni á óvart. Öryggið hafi ávallt verið í hávegum haft og um borð í þyrlunum hafi hún aldrei orðið smeyk. Fyrsta ferð Ölmu með þyrlu Landhelgisgæslunnar var um sjómannadagshelgi og var farinn hringurinn í kringum landið. Var stoppað á ýmsum stöðum, þar á meðal í heimahögum Ölmu á Siglufirði. „Þar sýndi ég sig niður í togara úti á firði, mér leið nú bara eins og sirkusdrottningu,“ segir Alma hlægjandi. Alvaran tók þó við á leiðinni aftur til Reykjavíkur þegar tvö útköll bárust. Fyrst var slösuð kona sótt í Hrútafjörð eftir bílvelta og þegar nær dró barst tilkynning um veikt barn á Akranesi sem þurfti að koma undir læknishendur. Erfiðar aðstæður við fyrsta sigið niður í bát „Svo man ég vel eftir fyrsta siginu mínu niður í bát,“ segir Alma en aðstæður í það skiptið voru gríðarlega erfiðar. Útkallið barst um miðja nótt og hélt þyrlan út á haf. Alma segir að flugið hafi verið um klukkustundarlangt og þar sem togarann var að finna var svartamyrkur, vont veður og mikil ölduhæð. Svo slæmar voru aðstæður að Alma þurfti að ráðfæra sig við hjartalækni hvort hann væri ekki sammála að þyrfti að halda út í óveðrið til að sækja sjúklinginn. Alma segir að félögum hennar um borð í þyrlunni hafi ekki litist á blikuna þegar á hólminn var komið. „Þeir spurðu, treystirðu þér niður? Ég sagði bara ég kann ekki að meta það, ég hef aldrei gert þetta áður,“ sagði Alma. Niður fór Alma en í þá tíð var sá háttur hafður á að Alma fór ein um borð í skipið. Nú til dags er sigmaður einnig sendur niður. „Ég man nú bara að það var svo mikill veltingur að ég var að verða sjóveik bara við það að vera þarna í þennan hálftíma sem tók að búa um skipverjann,“ segir Alma. Spurð hvort það hafi komið til greina að síga ekki niður í þessum aðstæðum segir Alma einfaldlega „nei“ hún hafi ekki verið smeyk þegar þangað var komið. Hætti þegar hún varð barnshafandi Alma starfaði á Landhelgisgæsluárunum á Borgarspítalanum og gat því fylgst með heilsu sjúklinganna sem hún hafði sinnt í þyrlunni. Alma starfaði sem þyrlulæknir Landhelgisgæslunnar þar til að hún varð ófrísk. „Þetta var ekki starf fyrir mann þá,“ segir Alma hlægjandi. Tíminn hjá Landhelgisgæslunni hafi verði eftirminnilegur, lærdómsríkur og skemmtilegur. Hún hafi náð úr sér „akút hrollinum“ á þessum árum, það sé fátt sem geti komið henni á óvart. Alma starfaði hjá gæslunni í rúm tvö ár en seinna var haldið í sérnám í svæfingar- og gjörgæslulækningum í háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hlusta má á allt viðtal Heimis Karlssonar við Ölmu D. Möller landlækni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landhelgisgæslan Viðtal Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira