Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:05 Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira