Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:17 Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili á Ísafirði eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Sjá einnig: Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Tíu úr bakvarðarsveit var flogið vestur á firði á mánudag í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Neyðarástand hafði myndast á Bergi eftir að íbúar og starfsmenn sýktust af kórónuveirunni. „Það var í gær og í nótt sem við fengum ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Við fórum og töluðum við lögregluna í morgun og þetta var niðurstaðan,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lögreglan sleppti konunni úr haldi eftir yfirheyrslu í dag. Konan lýtur reglum um sóttkví. Framvísaði erlendum gögnum um starfsréttindi Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi. Var hún send í veirupróf eftir handtökuna. Vegna gruns um að hún hefði haft rangt við var gripið til varúðarráðstafana ef hún skyldi hafa borið smit. Tekið var sýni á hjúkrunarheimilinu Bergi. Málið hefur reynst afar þungbært. „Við höfum veitt starfsfólkinu úr bakvarðarsveitinni áfallahjálp og erum enn þá að átta okkur á stöðunni núna. Við höldum mjög góðu sambandi við bæði íbúa náttúrlega og íbúa á hjúkrunarheimilinu og aðstandendur þeirra. Það verða allir upplýstir eftir að við vitum meira hvernig er í pottinn búið. Lögreglan með rannsóknina núna á frumstigi. Hjá okkur er bara að bregðast við þessum aðstæðum sem hafa komið upp,“ segir Gylfi. Deildi sameiginlegum rýmum með öðrum úr bakvarðasveitinni Konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. „Við höfum flutt allar aðrar úr bakvarðarsveitinni í farsóttahúsið á Ísafirði. Sem er hluti af þessum öryggisráðstöfunum sem við höfum farið út í þau deildu sameiginlegum rýmum á gistiheimilinu í Bolungarvík þar sem þau voru. Hjúkrunarfræðingar á leiðinni vestur Þrír hjúkrunarfræðingar eru á leið vestur til aðstoðar á Bergi. „Við höfum kallað eftir fleiri hjúkrunarfræðingum, það eru hjúkrunarfræðingar á leiðinni til öryggis til að styðja við og hjálpa okkur við með skipulagningu og allt utan um haldið sem fylgir þessu.“ Búast má við niðurstöðu úr veiruprófi konunnar á næstu dögum. Gylfi segir að verkferlar verði skoðaðir við val úr bakvarðarsveit. „Auðvitað þarf maður að skoða verkferla sem eru notaðir en í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú. Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira