Héraðsdómstóll í borginni Griefswald hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimafólk megi fara á ströndina við Eystrasaltið þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í landinu. Taldi dómstóllinn að það væri of mikil skerðing á frelsi fólks að banna því að fara á ströndina.
Yfirvöld í Mecklenburg-West Pomerania hafa ákveðið að hlíta niðurstöðu dómsins en biðla til fólks að virða fjarlægðarmörk, sem eru tveir metrar. Þá er mega aðeins þeir Þjóðverjar sem búsettir eru í sambandsríkinu heimsækja ströndina.
Veðurspár á svæðinu gera ráð fyrir yfir tuttugu gráðum á páskadag og er spáð góðu veðri alla helgina.
Á meðal þeirra sem mæltu gegn ferðabanninu var lögmaðurinn Jost von Glasenapp sem sagði það þýðingarlaust. Enginn hefði getað útskýrt hvers vegna fólk væri í meiri hættu á því að smitast á ströndinni, þar sem nóg pláss væri fyrir alla, heldur en í þéttbýlum stórborgum.
Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 120 þúsund smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Þýskalandi og 2.688 látist.