Viðskipti innlent

Festi eitt fyrirtækjanna sem stóðu að gjöf til Landspítalans

Andri Eysteinsson skrifar
Festi rekur til að mynda Krónuverslanirnar
Festi rekur til að mynda Krónuverslanirnar Vísir/Vilhelm

Eignarhaldsfélagið Festi er þetta þeirra fjórtán fyrirtækja sem stóðu að rausnarlegri gjöf til Landspítalans á dögunum. Í gjöfinni fólust öndunarvélar, hlífðarfatnaður og annar búnaður að andvirði meira en 100 milljónir króna.

Þetta staðfestir Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar í samtali við Vísi.

„Þegar gjöfin var gerð opinber sendum við öllum starfsmönnum okkar tilkynningu um gjöfina,“ sagði Eggert en fyrirtækið rekur meðal annars verslanirnar Krónuna og Elko.

Eggert segir viðtökur starfsmanna hafa verið góðar. „Þegar samfélagið er að berjast við svona faraldur þá er gott að geta tekið þátt í að koma svona vélum til landsins,“ sagði Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi h






Fleiri fréttir

Sjá meira


×