Flugáætlun Icelandair næstu þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:22 Icelandair hefur á undanförnum vikum þurft að draga saman seglin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020 Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira