Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:29 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira