„Ég hef ekkert að fela“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir mörgum spurningum ósvarað varðandi hæfi ráðherra. Kristján Þór mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.Sjá einnig: Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Fátt nýtt kom fram í máli ráðherra umfram það sem hann hefur áður sagt í framhaldi af umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Hann ítrekaði að hann hefði ekkert að fela og að hann hafi engra hagsmuna að gæta gagnvart Samherja. Hann var á fundinum meðal annars mikið spurður um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. „Það er alveg ljóst að í hæfisreglum stjórnsýslunnar eru þónokkuð af matskenndum hlutum sem varað hæfi og það getur vel verið að það eigi eftir og þurfi að skýra þær eftir því sem að tíminn líður og menn fá fordæmi og reynslu af stjórnsýsluathöfnum sem kunna að leiða til þess að einhver svona matskennd ákvæði verði skýrð frekar en raun ber vitni í dag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu, spurður hvort hann telji gildandi reglur nógu skýrar. Hann sé aftur á móti ekki best til þess fallinn að svara því en hann reyni eftir bestu getu að framfylgja þeim reglum sem gildi. Svarar eftir bestu getu Aðspurður kveðst hann ekki óttast að framvinda málsins við frumkvæðisathugun nefndarinnar kunni að leiða eitthvað í ljós sem verði til þess að hann endurmeti stöðu sína. „Ég óttast ekkert í þessum efnum. Ég held að þetta sé bara eðlilegur gangur þingræðis, það er að segja að nefndin hefur rétt til að óska eftir þessari frumkvæðisathugun og það ber bara að virða það og bregðast við með sem öruggustum og skjótustum hætti og leggja sig fram við það að gefa sem best svör við þeim spurningum sem þar koma upp,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór mætti á fund nefndarinnar ásamt Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur.“ Grunar að ekki sé nógu vel staðið að hagsmunamati Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, telur að enn sé ýmsum spurningum ósvarað, einkum hvað varðar það hversu víðtækt eða þröngt reglur um hæfi séu túlkaðar. „Það þarf að hafa þetta hagsmunamat og ég mun spyrja nánar út í það vegna þess að mér hefur ekki fundist koma skýrt fram hvort að það fari fram og mig grunar að það geri það ekki nógu vel og ekki nógu mikið,“ segir Þórhildur Sunna. „Þetta var ágætur fundur og ég held að hann hafi kannski kristallað þennan ágreining sem er uppi um hvar hæfisreglur stjórnsýsluréttarins skipta máli. Það hefur verið þessi þröngi fókus á stjórnsýsluúrskurði og ákvarðanir sem við höfum verið að gagnrýna og ég lít svo á að þessu fókus, hann sé ennþá til staðar. Hann hafi kannski víkkað aðeins út í huga ráðherra og ráðuneytisstjóra við þennan fund. Við ræddum mikið þessar hæfisreglur og hvenær þær gilda og hvernig og mér finnst ennþá þurfa að skýra betur hvernig ráðherra á að sinna sínum athafna- og eftirlitsskyldum miðað við þessi tengsl. Sérstaklega ef það þarf að grípa til sérstakra ráðstafanna útaf Samherja sjálfum,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Spurð hvort hún sé að fundinum loknum enn þeirrar skoðunar að Kristján Þór eigi að víkja, segir hún svo vera. „Ég hef alltaf sagt að mér finnst að hann eigi að víkja á meðan þetta Samherjamál gengur yfir okkur. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni. En ráðherra ber auðvitað sjálfur, og meirihluti Alþingis, ábyrgð á því að hann sitji sem fastast,“ segir Þórhildur Sunna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er framsögumaður frumkvæðisathugunarinnar í nefndinni. Hún segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hver næstu skref verða í málinu. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um það. Við förum yfir málið og það sem fram kom á fundinum. En það er líklegt að málið verði ekkert á dagskrá nefndarinnar aftur fyrr en í annarri viku héðan frá því það er ekki fundur til dæmis næsta mánudag,“ segir Líneik í samtali við fréttastofu. Í sjálfu sér sé enginn fyrir fram ákveðinn tímarammi sem nefndin vinni út frá varðandi það hvenær frumkvæðisathuguninni verði lokið. Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd spurðu ráðherra spjörunum úr.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir mörgum spurningum ósvarað varðandi hæfi ráðherra. Kristján Þór mætti á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.Sjá einnig: Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Fátt nýtt kom fram í máli ráðherra umfram það sem hann hefur áður sagt í framhaldi af umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Hann ítrekaði að hann hefði ekkert að fela og að hann hafi engra hagsmuna að gæta gagnvart Samherja. Hann var á fundinum meðal annars mikið spurður um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. „Það er alveg ljóst að í hæfisreglum stjórnsýslunnar eru þónokkuð af matskenndum hlutum sem varað hæfi og það getur vel verið að það eigi eftir og þurfi að skýra þær eftir því sem að tíminn líður og menn fá fordæmi og reynslu af stjórnsýsluathöfnum sem kunna að leiða til þess að einhver svona matskennd ákvæði verði skýrð frekar en raun ber vitni í dag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu, spurður hvort hann telji gildandi reglur nógu skýrar. Hann sé aftur á móti ekki best til þess fallinn að svara því en hann reyni eftir bestu getu að framfylgja þeim reglum sem gildi. Svarar eftir bestu getu Aðspurður kveðst hann ekki óttast að framvinda málsins við frumkvæðisathugun nefndarinnar kunni að leiða eitthvað í ljós sem verði til þess að hann endurmeti stöðu sína. „Ég óttast ekkert í þessum efnum. Ég held að þetta sé bara eðlilegur gangur þingræðis, það er að segja að nefndin hefur rétt til að óska eftir þessari frumkvæðisathugun og það ber bara að virða það og bregðast við með sem öruggustum og skjótustum hætti og leggja sig fram við það að gefa sem best svör við þeim spurningum sem þar koma upp,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór mætti á fund nefndarinnar ásamt Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur.“ Grunar að ekki sé nógu vel staðið að hagsmunamati Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, telur að enn sé ýmsum spurningum ósvarað, einkum hvað varðar það hversu víðtækt eða þröngt reglur um hæfi séu túlkaðar. „Það þarf að hafa þetta hagsmunamat og ég mun spyrja nánar út í það vegna þess að mér hefur ekki fundist koma skýrt fram hvort að það fari fram og mig grunar að það geri það ekki nógu vel og ekki nógu mikið,“ segir Þórhildur Sunna. „Þetta var ágætur fundur og ég held að hann hafi kannski kristallað þennan ágreining sem er uppi um hvar hæfisreglur stjórnsýsluréttarins skipta máli. Það hefur verið þessi þröngi fókus á stjórnsýsluúrskurði og ákvarðanir sem við höfum verið að gagnrýna og ég lít svo á að þessu fókus, hann sé ennþá til staðar. Hann hafi kannski víkkað aðeins út í huga ráðherra og ráðuneytisstjóra við þennan fund. Við ræddum mikið þessar hæfisreglur og hvenær þær gilda og hvernig og mér finnst ennþá þurfa að skýra betur hvernig ráðherra á að sinna sínum athafna- og eftirlitsskyldum miðað við þessi tengsl. Sérstaklega ef það þarf að grípa til sérstakra ráðstafanna útaf Samherja sjálfum,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Spurð hvort hún sé að fundinum loknum enn þeirrar skoðunar að Kristján Þór eigi að víkja, segir hún svo vera. „Ég hef alltaf sagt að mér finnst að hann eigi að víkja á meðan þetta Samherjamál gengur yfir okkur. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni. En ráðherra ber auðvitað sjálfur, og meirihluti Alþingis, ábyrgð á því að hann sitji sem fastast,“ segir Þórhildur Sunna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er framsögumaður frumkvæðisathugunarinnar í nefndinni. Hún segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hver næstu skref verða í málinu. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um það. Við förum yfir málið og það sem fram kom á fundinum. En það er líklegt að málið verði ekkert á dagskrá nefndarinnar aftur fyrr en í annarri viku héðan frá því það er ekki fundur til dæmis næsta mánudag,“ segir Líneik í samtali við fréttastofu. Í sjálfu sér sé enginn fyrir fram ákveðinn tímarammi sem nefndin vinni út frá varðandi það hvenær frumkvæðisathuguninni verði lokið. Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd spurðu ráðherra spjörunum úr.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira