Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 62-77 | Valur vann sigur í toppslagnum Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 22. janúar 2020 21:45 Helena og stöllur hennar í Val gerðu góða í Vesturbæinn og unnu KR. vísir/epa KR og Valur mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld í sannkölluðum toppslag. Fyrir leikinn var von á toppslag og í 32 mínútur var það raunin. KR-ingar gátu ekki skorað nema örfáar körfur í lokaleikhlutanum og því urðu þær að sætta sig við fimmtán stiga tap, 62-77. Liðin byrjuðu á því að skiptast á körfum en Valur virtist frá upphafi eiga auðveldara með að skora og skrekkur gætti sín hjá heimamönnum. Þær gátu ekki fundið auðveldar körfur og voru að klikka á opnum færum þegar þau buðust. Valur gat aðeins skilið sig frá KR-ingum fyrir hálfleikshléið og leiddu með 6 stigum í hálfleik. KR mætti aftur á móti einbeittari inn í seinni hálfleik og gat minnkað bilið í tvö stig fyrir lokaleikhlutann. Í lokafjórðungnum gátu KR-ingar jafnað stöðuna úr tveimur vítaskotum sem að Hildur Björg setti og staðan orðin 58-58. Þá settu Valsarar tvo þrista í röð og Benni Gumm sá sig tilneyddan til að taka leikhlé og messa aðeins yfir KR. Það gekk ekki betur en svo að Valur hélt áfram að skora á meðan að allt gekk á afturfótunum hjá KR. Ekkert gekk upp hjá Vesturbæingunum og úr varð að þær töpuðu fyrir Val, 62-77.Af hverju vann Valur?Valur hitti betur úr skotunum sínum í kvöld og náðu að skilja sig frá KR-ingum á seinustu átta mínutum leiksins með því að taka 19-4 áhlaup í stigaskori. Þar vannst leikurinn.Hverjar stóðu upp úr?Kiana Johnson var góð fyrir Valsara í kvöld, 25 stig, 4 fráköst, 10 stoðsendingar og 4 stolnir boltar. Hún frákastaði ekki mikið í kvöld en það má þakka nýjum liðsmanni hennar, Micheline Mercelita, sem tók 10 fráköst í leiknum, þ.a. 5 sóknarfráköst. Sylvía Rún var líka nokkuð kræf með 15 stig og 11 fráköst. Sanja Orazovic var stigahæst hjá KR með 27 stig og setti m.a. fjóra þrista í fimm tilraunum (80% nýting).Tölfræði sem vakti athygliFyrir utan þrjá stærstu pósta KR, þær Dani, Sönju og Hildi Björgu, skoraði restinn af liðinu aðeins 8 stig. Valur tók fleiri sóknarfráköst en KR í leiknum (17 gegn 10) og setti talsvert fleiri þrista (11 gegn 5). Gestirnir fengu fleiri tækifæri til að skora og hittu betur úr færum sínum í kvöld.Hvað gekk illa?KR-ingar hittu ekki vel úr skotunum fyrir utan þriggja stiga teiginn í kvöld og voru líka afleitar í vítaskotum. Þú vinnur ekki topplið eins og Val ef þú skorar aðeins 4 stig í 8 mínútur. Það gerðist í lok leiksins og fá lið geta unnið með slíka frammistöðu.Hvað næst?Næst munu KR-ingar heimsækja Skallagrím í Borgarnesi 29. janúar en sama dag fær Valur Keflvíkinga í heimsókn í Origo-höllina. KR og Valur munu næst mætast í Laugardalshöllinni í undanúrslitum Geysisbikarsins klukkan 17:30 þann 13. febrúar. Það lið sem að vinnur þann leik mun mæta annað hvort Skallagrím eða Haukum í úrslitaleiknum nokkrum dögum seinna. Helena var sátt eftir leikinn gegn KR.vísir/vilhelm Helena: Skiptir bara máli að sigraHelena Sverrisdóttir var ánægð með sigurinn hjá sínum Valsstúlkum í kvöld á hinu toppliðinu í Domino‘s-deild kvenna, KR. Eftir hörkuleik framan af skildi Valur hitt Reykjavíkurliðið eftir í fjórða leikhluta og vann öruggan fimmtán stiga sigur, 77-62. „Mér líður ótrúlega vel. Skemmtilegur leikur, alvöru hörkuleikur,“ sagði Helena strax eftir leikinn, enda var hart barist bæði innan og utan teigs í þessum toppslag. Leikurinn var í járnum þangað til að átta mínútur voru eftir af leiknum og staðan jöfn. Þá náði Valur flugi. „Ég held að staðan hafi verið 58-58 og þá settum við loksins einhver skot fyrir utan og náðum að skilja okkur frá þeim,“ sagði Helena um vendipunktinn í leiknum. Valsarar skoruðu næstu sautján stig í röð áður en KR-ingar gátu svarað. Nýr leikmaður mætti til leiks með gestunum í kvöld, Micheline Mercelita. „Klárlega gott að fá svona leikmann. Við vorum aðeins að ströggla, einmitt aðallega við KR, í fráköstum og Darri gerði vel að finna einhverja sem getur frákastað,“ sagði Helena um nýja liðsfélagann. Micheline skoraði ekki ýkja mikið en var grimm í frákastabaráttunni. Hún tók tíu fráköst, þ.a. fimm sóknarfráköst. „Hún var flott í dag, er samt bara búin að æfa tvisvar með okkur þannig að ég held að hún eigi bara eftir að vaxa,“ sagði Helena um framlag Micheline. Valur hefur unnið KR með sífellt fleiri stigum í hverjum leiknum sem líður og mun aftur mæta grönnum sínum frá Reykjavík eftir nokkrar vikur í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni. Ætli þær geti unnið þær með meiri mun næst? „Sigur er sigur og þá sérstaklega í bikarkeppninni ef þig langar að sleppa í gegn,“ sagði Helena, viss í sinni sök. „Hvort sem það er með einu stigi eða tuttugu þá skiptir bara máli að sigra.“ Helena hlakkar samt mikið til að mæta KR aftur. „Þetta eru geggjað skemmtilegir leikir og við lærum fullt af þessu líka,“ sagði hún enda gátu Valsarar spilað betur í kvöld. „Getum tekið góða hluti og slæma úr svona leik og við verðum tilbúnar þegar kemur að því í Höllinni að spila við þær næst,“ sagði Helena um undanúrslitaleikinn sem verður 13. febrúar næstkomandi kl.17:30 í Laugardalshöllinni. Hildur Björg var svekkt í leikslok.vísir/bára Hildur Björg: Þær setja stóra körfur og við náum ekki að svara þvíHildur Björg Kjartansdóttir var ekki glöð eftir að KR tapaði fyrir hinu toppliði deildarinnar með fimmtán stigum í kvöld. Þær voru samt í spennandi leik við Val fyrstu 32 mínúturnar. „Við erum svolítið að elta þær allan leikinn og náum svo loks að jafna þær,“ sagði hún um 32. mínútuna þegar KR jafnaði við Val , 58-58. „Svo missum við þær bara frá okkur. Þær setja stóra körfur og við náum ekki að svara því,“ sagði Hildur um ástæðu þess að hennar stúlkur töpuðu fyrir Völsurum. KR hitti aðeins úr tveimur skotum seinustu 8 mínútur leiksins á meðan að Valur hélt áfram að rúlla. „Vorum ekki að skjóta vel í dag, sumir dagar eru bara þannig og þá er bara áfram gakk,“ sagði Hildur dálítið stutt í spuna um slakan lokakafla Vesturbæjarliðsins í kvöld. Valur mætti með nýjan leikmann innanborðs í kvöld, Micheline Mercelita. Það vildi svo skemmtilega til að Hildur og hún voru liðsfélagar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í tvö ár í Texas-Rio Grande Valley. Hildur hafði gaman af því. „Þetta sýnir manni hvað körfuboltaheimurinn er lítill í rauninni,“ sagði hún með bros á vör. „Gaman að sjá kunnuglegt andlit og að henni gangi vel,“ sagði Hildur um frammistöðu gamla liðsfélagans hennar. Micheline átti ágætis frammistöðu og skilaði 9 í framlag í leik þar sem hún fann illa körfuna en tók nóg af fráköstum. Þá eru nokkrar vikur í næstu viðureign þessar tveggja liða í undanúrslitum Geysisbikarsins og ekki úr vegi að spyrja hvað þurfi að batna til að KR nái að slá Val út úr bikarkeppninni. „Það er bara alltaf sama sagan; vörnin og meira sjálfstraust í skotunum okkar ,“ sagði Hildur Björg að lokum og þakkaði fyrir sig. Dominos-deild kvenna
KR og Valur mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld í sannkölluðum toppslag. Fyrir leikinn var von á toppslag og í 32 mínútur var það raunin. KR-ingar gátu ekki skorað nema örfáar körfur í lokaleikhlutanum og því urðu þær að sætta sig við fimmtán stiga tap, 62-77. Liðin byrjuðu á því að skiptast á körfum en Valur virtist frá upphafi eiga auðveldara með að skora og skrekkur gætti sín hjá heimamönnum. Þær gátu ekki fundið auðveldar körfur og voru að klikka á opnum færum þegar þau buðust. Valur gat aðeins skilið sig frá KR-ingum fyrir hálfleikshléið og leiddu með 6 stigum í hálfleik. KR mætti aftur á móti einbeittari inn í seinni hálfleik og gat minnkað bilið í tvö stig fyrir lokaleikhlutann. Í lokafjórðungnum gátu KR-ingar jafnað stöðuna úr tveimur vítaskotum sem að Hildur Björg setti og staðan orðin 58-58. Þá settu Valsarar tvo þrista í röð og Benni Gumm sá sig tilneyddan til að taka leikhlé og messa aðeins yfir KR. Það gekk ekki betur en svo að Valur hélt áfram að skora á meðan að allt gekk á afturfótunum hjá KR. Ekkert gekk upp hjá Vesturbæingunum og úr varð að þær töpuðu fyrir Val, 62-77.Af hverju vann Valur?Valur hitti betur úr skotunum sínum í kvöld og náðu að skilja sig frá KR-ingum á seinustu átta mínutum leiksins með því að taka 19-4 áhlaup í stigaskori. Þar vannst leikurinn.Hverjar stóðu upp úr?Kiana Johnson var góð fyrir Valsara í kvöld, 25 stig, 4 fráköst, 10 stoðsendingar og 4 stolnir boltar. Hún frákastaði ekki mikið í kvöld en það má þakka nýjum liðsmanni hennar, Micheline Mercelita, sem tók 10 fráköst í leiknum, þ.a. 5 sóknarfráköst. Sylvía Rún var líka nokkuð kræf með 15 stig og 11 fráköst. Sanja Orazovic var stigahæst hjá KR með 27 stig og setti m.a. fjóra þrista í fimm tilraunum (80% nýting).Tölfræði sem vakti athygliFyrir utan þrjá stærstu pósta KR, þær Dani, Sönju og Hildi Björgu, skoraði restinn af liðinu aðeins 8 stig. Valur tók fleiri sóknarfráköst en KR í leiknum (17 gegn 10) og setti talsvert fleiri þrista (11 gegn 5). Gestirnir fengu fleiri tækifæri til að skora og hittu betur úr færum sínum í kvöld.Hvað gekk illa?KR-ingar hittu ekki vel úr skotunum fyrir utan þriggja stiga teiginn í kvöld og voru líka afleitar í vítaskotum. Þú vinnur ekki topplið eins og Val ef þú skorar aðeins 4 stig í 8 mínútur. Það gerðist í lok leiksins og fá lið geta unnið með slíka frammistöðu.Hvað næst?Næst munu KR-ingar heimsækja Skallagrím í Borgarnesi 29. janúar en sama dag fær Valur Keflvíkinga í heimsókn í Origo-höllina. KR og Valur munu næst mætast í Laugardalshöllinni í undanúrslitum Geysisbikarsins klukkan 17:30 þann 13. febrúar. Það lið sem að vinnur þann leik mun mæta annað hvort Skallagrím eða Haukum í úrslitaleiknum nokkrum dögum seinna. Helena var sátt eftir leikinn gegn KR.vísir/vilhelm Helena: Skiptir bara máli að sigraHelena Sverrisdóttir var ánægð með sigurinn hjá sínum Valsstúlkum í kvöld á hinu toppliðinu í Domino‘s-deild kvenna, KR. Eftir hörkuleik framan af skildi Valur hitt Reykjavíkurliðið eftir í fjórða leikhluta og vann öruggan fimmtán stiga sigur, 77-62. „Mér líður ótrúlega vel. Skemmtilegur leikur, alvöru hörkuleikur,“ sagði Helena strax eftir leikinn, enda var hart barist bæði innan og utan teigs í þessum toppslag. Leikurinn var í járnum þangað til að átta mínútur voru eftir af leiknum og staðan jöfn. Þá náði Valur flugi. „Ég held að staðan hafi verið 58-58 og þá settum við loksins einhver skot fyrir utan og náðum að skilja okkur frá þeim,“ sagði Helena um vendipunktinn í leiknum. Valsarar skoruðu næstu sautján stig í röð áður en KR-ingar gátu svarað. Nýr leikmaður mætti til leiks með gestunum í kvöld, Micheline Mercelita. „Klárlega gott að fá svona leikmann. Við vorum aðeins að ströggla, einmitt aðallega við KR, í fráköstum og Darri gerði vel að finna einhverja sem getur frákastað,“ sagði Helena um nýja liðsfélagann. Micheline skoraði ekki ýkja mikið en var grimm í frákastabaráttunni. Hún tók tíu fráköst, þ.a. fimm sóknarfráköst. „Hún var flott í dag, er samt bara búin að æfa tvisvar með okkur þannig að ég held að hún eigi bara eftir að vaxa,“ sagði Helena um framlag Micheline. Valur hefur unnið KR með sífellt fleiri stigum í hverjum leiknum sem líður og mun aftur mæta grönnum sínum frá Reykjavík eftir nokkrar vikur í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni. Ætli þær geti unnið þær með meiri mun næst? „Sigur er sigur og þá sérstaklega í bikarkeppninni ef þig langar að sleppa í gegn,“ sagði Helena, viss í sinni sök. „Hvort sem það er með einu stigi eða tuttugu þá skiptir bara máli að sigra.“ Helena hlakkar samt mikið til að mæta KR aftur. „Þetta eru geggjað skemmtilegir leikir og við lærum fullt af þessu líka,“ sagði hún enda gátu Valsarar spilað betur í kvöld. „Getum tekið góða hluti og slæma úr svona leik og við verðum tilbúnar þegar kemur að því í Höllinni að spila við þær næst,“ sagði Helena um undanúrslitaleikinn sem verður 13. febrúar næstkomandi kl.17:30 í Laugardalshöllinni. Hildur Björg var svekkt í leikslok.vísir/bára Hildur Björg: Þær setja stóra körfur og við náum ekki að svara þvíHildur Björg Kjartansdóttir var ekki glöð eftir að KR tapaði fyrir hinu toppliði deildarinnar með fimmtán stigum í kvöld. Þær voru samt í spennandi leik við Val fyrstu 32 mínúturnar. „Við erum svolítið að elta þær allan leikinn og náum svo loks að jafna þær,“ sagði hún um 32. mínútuna þegar KR jafnaði við Val , 58-58. „Svo missum við þær bara frá okkur. Þær setja stóra körfur og við náum ekki að svara því,“ sagði Hildur um ástæðu þess að hennar stúlkur töpuðu fyrir Völsurum. KR hitti aðeins úr tveimur skotum seinustu 8 mínútur leiksins á meðan að Valur hélt áfram að rúlla. „Vorum ekki að skjóta vel í dag, sumir dagar eru bara þannig og þá er bara áfram gakk,“ sagði Hildur dálítið stutt í spuna um slakan lokakafla Vesturbæjarliðsins í kvöld. Valur mætti með nýjan leikmann innanborðs í kvöld, Micheline Mercelita. Það vildi svo skemmtilega til að Hildur og hún voru liðsfélagar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í tvö ár í Texas-Rio Grande Valley. Hildur hafði gaman af því. „Þetta sýnir manni hvað körfuboltaheimurinn er lítill í rauninni,“ sagði hún með bros á vör. „Gaman að sjá kunnuglegt andlit og að henni gangi vel,“ sagði Hildur um frammistöðu gamla liðsfélagans hennar. Micheline átti ágætis frammistöðu og skilaði 9 í framlag í leik þar sem hún fann illa körfuna en tók nóg af fráköstum. Þá eru nokkrar vikur í næstu viðureign þessar tveggja liða í undanúrslitum Geysisbikarsins og ekki úr vegi að spyrja hvað þurfi að batna til að KR nái að slá Val út úr bikarkeppninni. „Það er bara alltaf sama sagan; vörnin og meira sjálfstraust í skotunum okkar ,“ sagði Hildur Björg að lokum og þakkaði fyrir sig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti