Enn ein sprengingin í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2020 10:26 Tilkynnt var um 257 sprengingar í Svíþjóð á síðasta ári, en á árinu 2018 voru þær 162. epa Nokkrir særðust lítillega eftir að sprenging varð í fjölbýlishúsi í sænsku borginni Norrköping í nótt. Lögregla í borginni staðfestir að sprengihleðsla hafi fundist í stigagangi hússins og er talið að málið tengist átökum glæpagengja. Lögreglu barst tilkynning um sprenginguna í hverfinu Hageby, suður af miðborg Norrköping, um klukkan sex í morgun að staðartíma. Varð sprengingin fyrir utan íbúð á annarri hæð hússins, en tilkynnt var um að fjöldi glugga hafi eyðilagst. SVT segir frá því að ellefu manns í húsinu hafi verið fluttir úr húsinu. Nokkrir þurftu að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsmönnum en enginn á að hafa þurft að fara á sjúkrahús. Rannsakað sem tilraun til morðs Eldur kom upp í stigaganginum en slökkviliði tókst fljótt að slökkva hann. Lögregla rannsakar málið sem tilraun til morðs og hafa sprengjusérfræðingar lögreglunnar verið sendir á vettvang. Norrköping er að finna um 160 kílómetrum suður af höfuðborginni Stokkhólmi, en hverfið Hageby var í sumar fjarlægt af lista lögreglunnar yfir „viðkvæm svæði“ þar sem félagsleg vandamál eru sérstaklega mikil. Mikill fjöldi sprengjuárása Mikið hefur verið um sprengjuárásir í Stokkhólmi og nágrenni síðustu vikur og mánuði. Er talið að þær tengist flestallar átökum gengja í landinu. Þannig var tilkynnt um tvær sprengingar í Hugby og Kista í vesturhluta Stokkhólms aðfararnótt gærdagsins. Þar særðist einn lítillega að sögn lögreglu. Fyrir rúmri viku var tilkynnt um einhverja öflugustu sprenginguna til þessa á Östermalm í Stokkhólmi. Þar særðist enginn en sprengingin olli mikilli eyðileggingu. Tilkynnt var um 257 sprengingar í Svíþjóð á síðasta ári, en á árinu 2018 voru þær 162. Svíþjóð Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Nokkrir særðust lítillega eftir að sprenging varð í fjölbýlishúsi í sænsku borginni Norrköping í nótt. Lögregla í borginni staðfestir að sprengihleðsla hafi fundist í stigagangi hússins og er talið að málið tengist átökum glæpagengja. Lögreglu barst tilkynning um sprenginguna í hverfinu Hageby, suður af miðborg Norrköping, um klukkan sex í morgun að staðartíma. Varð sprengingin fyrir utan íbúð á annarri hæð hússins, en tilkynnt var um að fjöldi glugga hafi eyðilagst. SVT segir frá því að ellefu manns í húsinu hafi verið fluttir úr húsinu. Nokkrir þurftu að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsmönnum en enginn á að hafa þurft að fara á sjúkrahús. Rannsakað sem tilraun til morðs Eldur kom upp í stigaganginum en slökkviliði tókst fljótt að slökkva hann. Lögregla rannsakar málið sem tilraun til morðs og hafa sprengjusérfræðingar lögreglunnar verið sendir á vettvang. Norrköping er að finna um 160 kílómetrum suður af höfuðborginni Stokkhólmi, en hverfið Hageby var í sumar fjarlægt af lista lögreglunnar yfir „viðkvæm svæði“ þar sem félagsleg vandamál eru sérstaklega mikil. Mikill fjöldi sprengjuárása Mikið hefur verið um sprengjuárásir í Stokkhólmi og nágrenni síðustu vikur og mánuði. Er talið að þær tengist flestallar átökum gengja í landinu. Þannig var tilkynnt um tvær sprengingar í Hugby og Kista í vesturhluta Stokkhólms aðfararnótt gærdagsins. Þar særðist einn lítillega að sögn lögreglu. Fyrir rúmri viku var tilkynnt um einhverja öflugustu sprenginguna til þessa á Östermalm í Stokkhólmi. Þar særðist enginn en sprengingin olli mikilli eyðileggingu. Tilkynnt var um 257 sprengingar í Svíþjóð á síðasta ári, en á árinu 2018 voru þær 162.
Svíþjóð Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira