Innlent

Rannsaka hóplíkamsárás í miðbænum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í miðborginni í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vihelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbæ Reykjavíkur rétt upp úr hálf ellefu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir að hópur manna hafi ráðist á einn og veitt honum áverka. Ekki sé vitað frekar um meiðsli mannsins og málið sé í rannsókn.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa ölvuðum manni út af hóteli í miðborginni klukkan hálf þrjú í nótt. Sá var ekki gestur hótelsins og þegar lögreglu bar að garði neitaði hann að fara að fyrirmælum lögreglu. Hann var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var eitthvað um grunaðan akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en alls voru fjögur slík atvik skráð í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×