Fæðuöryggi þjóðarinnar aldrei eins mikilvægt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 12:15 Trausti Hjálmarsson, sem er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu og sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með fjölskyldu sinni. Úr einkasafni. Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira