Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 13:36 Stofurgangur á A-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira