Skemmdarverk unnin á vinsælu vegglistaverki í Vesturbæ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 23:00 Vegglistaverkið hefur fengið að njóta sín undanfarna mánuði. Nú hefur verið málað yfir Hallgrímskirkju. Vísir/Kjartan Atli Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá. Reykjavík Myndlist Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira