Skemmdarverk unnin á vinsælu vegglistaverki í Vesturbæ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 23:00 Vegglistaverkið hefur fengið að njóta sín undanfarna mánuði. Nú hefur verið málað yfir Hallgrímskirkju. Vísir/Kjartan Atli Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá. Reykjavík Myndlist Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira