Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2020 23:11 Götur New York borgar eru nánast mannlausar en borgin hefur orðið mjög illa úti í kórónuveirufaraldrinum. EPA/JASON SZENES Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37
Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20
Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14