Innlent

Grunaður um inn­brot í fyrir­tæki í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var færður í fangageymslu lögreglu.
Maðurinn var færður í fangageymslu lögreglu. vísir/vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi skömmu eftir klukkan 20 í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um að innbrot í fyrirtæki og þjófnað, hylmingu og vörslu fíkniefna.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Einnig segir frá því að tilkynnt hafi verið um eignaspjöll og rúðubrot í skóla í hverfi 110 í Reykjavík um klukkan 22. Var þar búið að brjóta alls sex rúður og voru gerðar ráðstafanir til að loka fyrir skemmdirnar.

Þá segir að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af ökumanni í Grafarvogi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. .

Loks segir frá eldinum sem kom upp í íbúðarhúsi við Hverfisgötu um kvöldmatarleytið. Enginn var staddur í húsnæðinu og var slökkvistarfinu lokið um 23:30. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×