Ökukappi missti starfið sitt eftir ljótt orðbragð í sýndarkappakstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 16:00 Kyle Larson keppir í NASCAR kappakstrinum og hefur náð fínum árangri. AP/Terry Renna Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn. Akstursíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira
Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Sjá meira