Ökukappi missti starfið sitt eftir ljótt orðbragð í sýndarkappakstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 16:00 Kyle Larson keppir í NASCAR kappakstrinum og hefur náð fínum árangri. AP/Terry Renna Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn. Akstursíþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira
Margar íþróttagreinar eru að reyna að finna upp á leiðum til að keppa á tímum kórónuveirufaraldarins en íþróttafólkið verður að passa sig að halda sig innan velsæmismarka þótt að aðeins um sýndarkeppni sé að ræða. Bandaríski ökukappinn Kyle Larson fékk að kynnast því á eigin skinni um helgina þegar hann tók þótt í sýndarkappakstri fyrir lið sitt Chip Ganassi Racing. Ökukappinn var kannski bara „einn“ með sjálfum sér inn í stofu og í öllum hamaganginum þá áttaði hann sig kannski ekki alveg á því að öllu sem hann sagði var streymt út á netið. Ljótt orðbragð hans í sýndarkappastrinum mun líka kosta hann pening. Kyle Larson var fyrst settur í launalaust leyfi vegna þess sem hann lét út úr sér í keppninni en félagið hans ákvað síðan að reka hann. Breaking: Chip Ganassi Racing has fired star NASCAR driver Kyle Larson after his use of a racial slur during a virtual race. pic.twitter.com/X2Hyb65nb0— SportsCenter (@SportsCenter) April 14, 2020 „Við erum einstaklega vonsvikin með það sem Kyle sagði í útsendingunni frá iRacing Event. Orðin sem hann notaði eru móðgandi og óásættanleg,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Frá og með þessari stundu þá höfðum við sett Kyle í launalaust leyfi á meðan við vinnum í þessu máli með viðeigandi aðilum,“ sagði í fyrstu yfirlýsingu Chip Ganassi Racing en félagið gekk síðan lengra og rak hann. Kyle Larson hafði beðist afsökunar á orðum sínum þar sem hann notaði meðal annars hið ósmekklega N-orð. Það dugði ekki. Það var öllum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann fór þarna vel yfir strikið en einn af þeim sem hann var að keppa við benti honum meðal annars á það strax að hann væri ekki bara að keppa heima í stofu því það heyrðu allir í honum. Chip Ganassi Racing has suspended NASCAR driver Kyle Larson without pay after he used a racial slur on a livestream during a virtual race Sunday: https://t.co/OeGHpbEgdl pic.twitter.com/0qz3B1nu5K— Sporting News (@sportingnews) April 13, 2020 Kyle Larson er hálfur Japani en afi hans og amma voru saman í kyrrsetningarbúðum í Kaliforníu í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann er sá eini af japönskum ættum sem hefur náð að vinna NASCAR kappakstur. Larson hefur unnið sex kappakstra á ferlinum og endaði tímabilið í fyrra í sjötta sæti. Hann er 27 ára gamall, giftur og á tvö ung börn.
Akstursíþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira