Má ekki klippa og fór því að teikna: „List á líka að vera skemmtileg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Hárgreiðslumaðurinn Vilberg er hæfileikabúnt. „Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
„Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira