Innlent

Leitin á Álftanesi kom til vegna ábendingar vegfarenda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sandra Líf Þórarinsdóttir
Sandra Líf Þórarinsdóttir Lögreglan

Umfangsmikil leit á Álftanesi í gærkvöldi og fram á nótt að Söndru Líf Þórarinsdóttur reyndist árangurslaus. Leitin var tilkomin vegna ábendingar frá tveimur vegfarendum sem töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum skammt frá landi.

Vegafarendurnir voru á ferð skammt frá þeim stað þar sem bifreið Söndru Lífar fannst.

Tilkynningin barst lögreglu um klukkan 21:30 og var þá ákveðið að kalla til leitarflokka og báta frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í leitinni.

Frá leitinni í nótt á Álftanesi.Vísir/JóiK

Á þessum tíma var háflóð á staðnum og nokkur sjór þannig að gaf nokkuð upp á garðinn. Leitin reyndist árangurslaus og var henni hætt um klukkan 1.15 í nótt.

Í dag er gert ráð fyrir að skipulag leitarinnar verði með sama hætti og var í gærdag, auk þess sem drónar verða nýttir til leitar ef veður leyfir.

Ekkert hefur spurst til Söndru Lífar síðan á skírdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×