Andvökunætur lögreglumanns Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 "Einn einstaklingur í máli hjá okkur vildi til að mynda fá að taka lest frá Íslandi til heimalandsins á meðan annar spurði hvað þetta land héti," segir Snorri og segir málin geta verið flókin og erfið viðureignar. Visir/Anton Brink Snorri Birgisson lögreglufulltrúi starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi embættisins. Snorri er reynslumikill lögreglumaður. Hann hefur starfað í lögreglunni í þrettán ár, þar af í tíu ár við rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Hann ætlaði sér ekki að verða lögreglumaður. Eins og hjá svo mörgum hófst ferillinn í sumarafleysingum og það varð ekki aftur snúið þrátt fyrir erfiða fyrstu vakt.Búningurinn var blóðugur „Þrettán ár eru fljót að líða í lögreglunni en ég man eftir fyrstu vaktinni minni eins og það hefði gerst í gær. Ég var tvítugur sumarafleysingamaður í glænýjum lögreglubúningi. Eftir fjögurra klukkutíma vakt upplifði ég prófraun sem reyndi á allar hliðar andlegrar heilsu tvítugs einstaklings. Búningurinn minn var blóðugur og hjá mér stóð grátandi kona með barnið sitt sem hafði séð barnsföður sinn látinn á slysavettvangi þar sem endurlífgunartilraunir okkar og síðar sjúkraflutningamanna báru ekki árangur,“ segir Snorri frá fyrstu klukkutímunum í starfi hjá lögreglunni. „Ég hafði aldrei kynnst svo mikilli og yfirþyrmandi sorg. Þekkti það ekki hvernig sorgin getur brotist út í öskri og örvæntingu. Ég vissi ekki hvernig ég átti að tækla þessar aðstæður. Maður reyndi kannski að hugga, segja: Þetta verður allt í lagi. En auðvitað verður þetta ekki í lagi.“ Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að hætta. Á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. Faðir hans, Birgir Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður í heimabænum Keflavík, ræddi við hann um atvikið. „Ég naut aðstoðar föður míns sem var þá líka í lögreglunni og hafði verið í 30 ár og það hjálpaði að geta rætt þetta fram og aftur. Ég hringdi strax í hann um leið og við vorum búin að vinna á vettvangi. Hann lýsti fyrir mér aðstæðum sem hann hafði sjálfur upplifað sem voru af svipuðu tagi. Það hjálpaði mér mikið. Það veitti mér ákveðinn styrk. Þessu atviki fylgdu martraðir og margar andvökunætur en ég ákvað að halda áfram þetta sumar og fór svo í Lögregluskólann í framhaldi. Því hef ég aldrei séð eftir en þessi fyrsta vakt mótaði mig að vissu leyti og styrkti mig í að takast á við erfiðar aðstæður sem hafa verið þó nokkrar,“ segir Snorri.Ótrúlegur skóli „Síðan þá hefur maður séð samfélagið með öðru ljósi en almenningur getur gert sér grein fyrir og í raun skuggahliðarnar,“ segir Snorri sem segir þó að frá upphafi hafi hann fundið að þótt starfið geti reynst erfitt á köflum sé það mjög gefandi. „Ef þú hefur áhuga á þessu og getur átt góð mannleg samskipti. Þetta er bara þessi klassíska klisja, þú festist í þessu starfi.“ Snorri starfaði á almennum vöktum lögreglunnar fyrst um sinn en fljótlega eftir að hann lauk námi í Lögregluskólanum var Snorri ráðinn til starfa í fíkniefnadeildina. Karl Steinar Valsson var þá yfirmaður deildarinnar. Stór og flókin mál voru til rannsóknar. „Þegar ég var að byrja var fyrra skútumálið í rannsókn, aðgerðir ekki hafnar en í undirbúningi. Þá var stór amfetamínverksmiðja upprætt og seinna skútumálið líka tekið til rannsóknar. Þetta var ótrúlegur skóli og það sem var einkennandi fyrir starf deildarinnar var samstarf og samstaða lögreglumanna. Það var unnið í opnu vinnurými og ákveðin verkaskipting. Lögreglumenn unnu í eftirliti með sölumönnum eða í langtímarannsóknum.“Alvarleg líkamsárás Á þessum tíma stýrði Snorri verkefni sem snerist um kortlagningu sölumanna á fíkniefnum. Teymið hafði kortlagt um 150 sölumenn og hafði afskipti af þeim reglulega. Þann 11. janúar 2008 var hann á hefðbundinni vakt þegar hann og tveir félagar hans urðu fyrir alvarlegri líkamsárás á Laugavegi. „Við vorum að hafa eftirlit með sölumönnum fíkniefna og höfðum síðar afskipti af konu, óskuðum eftir leit. Konan brást illa við því og við lentum í einhverjum stympingum. Upp úr þurru stoppar bíll og út koma þrír þrekvaxnir Litháar. Við sjáum þá bara koma hlaupandi með reidda hnefa. Við vorum allir með lögregluskilríkin á lofti, kynntum okkur strax í þessum átökum. En svo gerðist þetta rosalega hratt. Við dreifðumst strax um svæðið og lentum tímabundið undir í þessum átökum. Ég man eftir því að hafa verið að reyna yfirbuga einn af þessum aðilum og hann losaði sig undan og hljóp og ég lá eftir á Laugaveginum og var að fara að standa upp þegar ég fékk þungt spark í höfuðið aftan frá. Ég vankaðist í smástund eftir það, sá bara hvítt, en tókst með óskiljanlegum hætti að standa upp og hljóp á eftir þeim sem ég hafði verið að reyna að yfirbuga niður hliðargötu. Ég var gersamlega búinn á því og varð svo feginn þegar ég sá sérsveitarmenn koma til móts við mig. Við náðum að setja hann í handjárn og síðan man ég bara eftir því að sérsveitarmaðurinn spurði mig: Snorri, er í lagi með þig? Ég var náfölur og útataður í blóði. Eftir það hneig ég niður meðvitundarlaus og rankaði við mér á gjörgæslu síðar.“Fengu áfallahjálp Snorri segir atvikið hafa sýnt þá hörku sem einkenndi skipulagða brotastarfsemi á þessum tíma. Árásin gegn honum og félögum hans vakti óhug. Þeir og fjölskyldur þeirra þurftu á áfallahjálp að halda. „Ég held ég hafi verið heppinn að sleppa ágætlega úr þessu. Hinir sluppu betur, fengu bólgur í andliti. Það tók tíma að jafna sig. Áverkunum fylgdi sár hausverkur í langan tíma. Ég þurfti lyfjagjöf til að varna frekari skaða á heila,“ segir Snorri og segir að atvikið hafi sem betur fer orðið til þess að beina athyglinni að öryggi lögreglumanna. „Lögreglumönnum var gert auðveldara fyrir að fá neyðaraðstoð á vettvangi. Dómsmálaráðherra skoðaði málið og skrifaði okkur bréf. Það var gott að finna fyrir stuðningi í þessu máli,“ segir hann frá. Á þessum tíma sem árásin var gerð á lögreglu voru tíðar fréttir af glæpagengjum. Ofbeldi og átök voru sýnileg í samfélaginu. Það voru einnig Litháar sem komu við sögu ári seinna, þegar reyndi í fyrsta sinn á brot gegn 227. grein laganna er varðar mansal. Í október 2009 barst lögreglunni tilkynning um litháíska stúlku sem hefði tryllst um borð í flugvél sem var á leið til Íslands frá Varsjá í Póllandi. Málið markaði ákveðið upphaf á rannsókn mansals hjá lögreglunni. Íslenskir lögreglumenn fóru meðal annars utan til Litháen að safna sönnunargögnum og mansalsteymi lögreglu vann við rannsóknina. Í ljós kom að stúlkan var upphaflega seld í vændi í Litháen. Þar hafði henni verið haldið og misþyrmt og henni haldið í vímuefnaneyslu. Í Litháen var hún ginnt til Íslands. „Þetta mál var fordæmisgefandi fyrir rannsóknir mansals hér á landi. Frumkvæði þeirra sem komu að þessari rannsókn var algjört og í raun nýleg þekking á þessum tíma sem skilaði því að málið fékk þann framgang sem það hlaut og endaði með þungum dómum fyrir mansal í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Snorri frá.Breytt landslag eftir hrun Snorri segir að eftir hrunið hafi margir þeirra sem voru hvað mest áberandi í erlendum glæpagengjum farið úr landi. „Það breyttist margt. Margir þeirra sem voru tengdir skipulagðri brotastarfsemi voru líka að starfa hér eða með rekstur. Bankahrunið hafði þau áhrif að aðstæður voru ekki lengur ákjósanlegar. Þess vegna fóru margir aftur út. Sáu sér einfaldlega ekki fært að vera hérna lengur. Mér finnst landslagið frá því fyrir hrun hafa breyst verulega. Ofbeldið hefur færst til, frá okkur. Menn geta ekki rekið þetta þannig að þeir séu alltaf með allt samfélagið upp á móti sér. Menn reka þetta með leynd, með kúgunum, hótunum og aðstöðumun. Það er einmitt það sem við sjáum í mansalsmálum en líka öðrum brotum. Fólk þorir ekki að leita til okkar og það er mikið áhyggjuefni. Við vitum að í þessu breytta landslagi eru einstaklingar sem eru gjörsamlega fastir í aðstæðum og finnst þeir ekki geta leitað sér hjálpar.“Þarf meiri skilning Snorri segir að á þessum tíma hafi fáir haft áhuga á þessum málaflokki, mansali. „Nema lítill hópur sem vildi auka fræðslu og færni til þess að takast á við þessi mál. Þetta viðgekkst ekki hér á landi, að mati margra, og eina sakfellingin tengdist erlendum aðilum,“ segir Snorri og vísar í mál Litháanna. „Það hefur þurft að velta mörgum steinum til að breyta viðhorfi fólks og með fræðslu hefur það tekist mjög vel. Það vantaði meiri skilning á mansali og þekkingu og þegar það gerðist fór fólk að taka við sér. Ekki bara í samfélaginu heldur líka hjá lögreglu. Enn í dag hafa einstaklingar samt ekki sýnt þessu skilning og bent á að lögreglan ætti að sinna mikilvægari málefnum jafnvel þó að flestallar alþjóðastofnanir og erlend lögregluyfirvöld hafi varað við þeirri hættu sem steðjar að gagnvart mansali í skipulagðri brotastarfsemi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bætti við einingu sem rannsakar þessi mál og það má segja að þar sé mesta þekkingin í dag en hún er að aukast hjá öllum lögreglumönnum jafnt og þétt. Við verðum líka að vera vakandi fyrir því sem er að gerast hér með auknu flæði fólks. Hvað var til að mynda dæmdur nauðgari grunaður um mansal í heimalandi sínu að gera með barni sem hann sagði yfirvöldum hér á landi að væri sonur sinn sem hann var svo alls ekki? Þetta er eitt dæmið um birtingarmyndir þeirra mála sem lögreglan hefur fengist við á síðustu árum,“ nefnir Snorri og vísar í mál Skender Berisha sem var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fjórtán ára dreng til landsins. Skender framvísaði fölsuðum skilríkjum, bæði fyrir sig og drenginn, og hélt því fram að hann væri faðir hans.Dæmdur fyrir smygl „Við rannsókn málsins kom í ljós að þessi maður var dæmdur fyrir smygl á fólki í heimalandi sínu og grunaður um mansal. Stráksins var leitað af foreldrunum. Þessi ungi strákur var orðinn háður geranda sínum þarna og það var erfitt að nálgast hann. Það skorti úrræði og hann var sendur á Stuðla sem var auðvitað ekki nægilega gott. Það tókst ekki að sýna fram á hver hagnýtingin var og því var Skender dæmdur fyrir smygl en ekki mansal. Strákurinn er að því ég best veit nú kominn til foreldra sinna. Er orðinn sextán ára gamall og ég vona að hann nái sér,“ segir Snorri. Hann minnir á að langoftast sé mjög erfitt að nálgast þolendur í mansali.„Þetta eru einstaklingar sem hafa misst allt traust á mannskepnunni vegna ofbeldis og svika og rannsóknir byggjast á samstarfi við þolendur. Sumir þeirra sem við höfum rætt við hafa þurft að upplifa ítrekaðar nauðganir og annað ofbeldi og stundum gera þeir sér ekki grein fyrir því hvar í heiminum þeir eru staddir og eru algjörlega háðir þeim sem hagnýta sér þá. Traust til yfirvalda getur svo verið af skornum skammti og það hjálpar ekki við að mynda traust. Einn einstaklingur í máli hjá okkur vildi til að mynda fá að taka lest frá Íslandi til heimalandsins á meðan annar spurði hvað þetta land héti,“ segir Snorri og segir málin geta verið flókin og erfið viðureignar.Flókin mál og þung „Ég minnist þess eitt árið þegar við ræddum við erlendar konur sem grunur lék á að væru þolendur mansals. Þær voru barnshafandi. Við tókum grunsemdirnar mjög alvarlega. Grunur lék á að þær hefðu verið sendar hingað til að eiga börn. Svo stóð mögulega til að börnin yrðu tekin af þeim, þær settar aftur í sömu aðstæður, vændi og annað slíkt. Þær voru skíthræddar og það kom í ljós að á þær höfðu verið lögð álög í heimalandinu sem þær lögðu trúnað á. Þær höfðu verið látnar sverja svokallaðan ju-ju eið og trúðu því að segðu þær frá þá myndu þær veikjast og deyja. Þannig sagði ein kvennanna eftir að hafa sagt okkur ákveðna frásögn að henni þætti ótrúlegt að hún væri ekki dáin. Hún var hissa á að vera á lífi eftir að hafa sagt frá.“ Í þessu máli fékk lögreglan til liðs við sig kaþólskan prest. „Það átti að reyna það, fá hann til að fremja særingarathöfn, en þær treystu honum ekki. Rannsókn þessa máls sýnir hversu flókin málin geta verið og rannsókn þeirra,“ segir Snorri og minnir á að í þessum málaflokki eigi lögregluvinna eigi ekki bara að snúast um handtökur, gæsluvarðhald eða dóma. Það sé mikilvægt að fyrirbyggja og koma þolendum til hjálpar. „Þetta snýst líka um að koma í veg fyrir brotastarfsemi, sama af hvaða tagi hún er og mansal er engin undantekning hjá okkur í dag. Auðvitað glímum við síðan við erfiðan niðurskurð og það hefur því miður bitnað á allri starfsemi lögreglu en maður vonar alltaf að bjartari tímar séu fram undan, það er ekkert annað hægt.“Heldur þú að þrátt fyrir þessi dæmi sem hefur verið greint frá í fréttum síðustu ár séu Íslendingar enn í afneitun? „Já, auðvitað, það er bara mannlegt. Við viljum ekki viðurkenna að hér á Íslandi séu þrælar þó að þau mál sem hafi komið upp hér á landi sýni það svart á hvítu. Þau mál sýna okkur það að við getum ekki leyft okkur að vera í afneitun.“ Þótt þau hafi ekki öll leitt til ákæru eða sakfellingar? Eins og varð raunin með meint mansal í Vík í Mýrdal? „Já, mikið rétt, þetta eru raunveruleg dæmi. Við erum hreinlega að kljást við það að fá fólk til samstarfs. Það er fullkomlega eðlileg ástæða fyrir því. Fólk er hrætt. Það vill segja manni söguna en svo kemur að því að maður tilkynnir að nú verði að halda áfram með rannsókn, handtaka gerendur sem eru tengdir þessu. Þá fer fólk alveg í baklás. Ég vil ekki ræða sérstaklega um þá niðurstöðu sem varð í máli kvennanna sem var haldið í Vík. Það lágu ákveðin gögn fyrir ákæruvaldinu sem það tók afstöðu til. En ég gleymi aldrei svipnum á þeim þegar við framkvæmdum húsleit vegna þessa máls og sögðum þeim að við værum komnir til að hjálpa þeim. Gleðin í svip þeirra var svo mikil.“Snorri Birgisson.Vísir/Anton BrinkSterkari deild Snorri segir þær skipulagsbreytingar sem hafa verið gerðar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í takt við breytt landslag skipulagðrar glæpastarfsemi. Ný miðlæg rannsóknardeild sé sterkari með Grím Grímsson sem stjórnanda. „Breytingar taka tíma og það er ekki auðvelt að steypa saman þremur deildum og skipta þeim upp í einingar. Breytingarnar voru samt mikilvægar og tímabærar þar sem brotaflokkar eru farnir að færast nær hvor öðrum en áður. Sá sem flytur inn fíkniefni er ekki endilega bara að sinna því. Hann stundar eftir atvikum peningaþvætti eða mansal á sama tíma og því þarf að fókusera á meiri samvinnu eininga og starfsmanna en áður. Núna er rannsóknardeildin sterkari, það er víðari þekking á sama stað og menn eru óhræddir við að deila reynslu sinni og með aðkomu Europol erum við mun tengdari öðrum lögregluliðum í Evrópu,“ segir Snorri.Grímur Gríms til góðs Hann víkur tali sínu að Grími Grímssyni, þeim umtalaða og dáða lögreglumanni. „Einn heiðarlegasti og faglegasti stjórnandi sem völ er á í dag að mínu mati. Grímur þekkir alla starfsmenn, kosti þeirra og galla og er vel upplýstur um það sem er að gerast. Hann stýrir skútunni mjög vel og koma hans breytti miklu fyrir deildina sem hafði verið stýrt með tímabundinni stjórnun en hún leystist vel af hendi þó. Eldskírn Gríms var auðvitað hið sorglega mál Birnu Brjánsdóttur sem fór ekki framhjá neinum. Þar sýndi Grímur styrk sinn sem stjórnandi og samstaðan í deildinni við að leysa þetta mál skipti öllu,“ segir Snorri.Spilling í brennidepli Miðlæga deildin hafði þurft að þola mikla fjölmiðlaumfjöllun í lengri tíma vegna alls kyns mála. Ásakanir um spillingu og einelti voru og eru enn áberandi. „Á tímabili lásu starfsmenn um nýjustu upplýsingar eða vendingar í fjölmiðlum. Auðvitað hafa svona hlutir áhrif á starfsfólkið, sérstaklega þegar vinnufélagar og vinir til margra ára eru grunaðir um alvarlega hluti. Það sem hefur skipt máli hér er að treysta á burði refsivörslukerfisins og að þessum málum sé lokað með viðunandi hætti þannig að þeir starfsmenn sem eftir eru geti starfað án þess að deilt sé um heiðarleika þeirra. Við getum ekki svarað ásökunum og getum ekki rannsakað okkur sjálf. Það er staðreynd. Allir sem starfa þarna gera það af mikilli ástríðu og hugarfarið og samstarf skiptir öllu þegar kemur að rannsóknum flókinna sakamála. Lögreglan á Íslandi á að geta tekist á við erfiðar rannsóknir og á bakvið þær eru og eiga að vera heiðarlegir einstaklingar sem draga vagninn hverju sinni með heiðarleika að leiðarljósi. Þannig byggir lögreglan upp traust og fólk verður að geta treyst lögreglu til þess að sinna starfi sínu.“Traustið Og talandi um traust þá vill Snorri ekki ræða um nýleg mál á borði lögreglu sem varða mansal. Fyrir því er góð og gild ástæða sem varðar traust þolenda til lögreglunnar. „Ég get ekki rætt um mál þegar við erum að undirbyggja þau. En svörum fyrir mál þegar þau hafa verið tekin til ítarlegrar umfjöllunar. Þegar í þau er komin ákveðin niðurstaða. Þegar við vitum að það er óhætt. Við erum að byggja upp traust einstaklinga á okkur. Þeir verða að finna að okkur er treystandi.“ Eins og á Íslandi þá hafa mansalsmál síðustu ár færst upp á yfirborðið á Norðurlöndum. Í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku hefur lögregla síðustu ár einnig glímt við almenningsálitið um að vandinn sé ekki til staðar eða minni en lögregla og talsmenn verkalýðsfélaga hafa haldið fram. Málin sem hafa skekið norræn samfélög eru ólík og sýna hversu fjölbreytt og flókin þau geta verið. Eitt stærsta mál síðustu ára á Norðurlöndum er mál sem kom upp í Danmörku og hefur verið kallað, Vespuhreiðrið og eitt það þyngsta var mál varðaði lektor í finnskum háskóla sem var með fjórtán ára kynlífsþræl sem hann misnotaði og nauðgaði og seldi öðrum einnig aðgang að.Eitt stærsta mansalsmál síðustu ára á Norðurlöndum er mál sem kom upp í Danmörku og hefur verið kallað Vespuhreiðrið.Danmörk: Vespuhreiðrið Hundruð Rúmena voru lokkaðir til landsins með loforði um atvinnu. Þegar þeir voru komnir til Danmerkur og komnir með kennitölur og aðgang að dönsku bankakerfi upphófst misneytingin. Þeir voru neyddir til að skuldsetja sig og stela. Til dæmis voru þeir neyddir til að kaupa dýra síma á lánum og leigja bíla. Símarnir og bílarnir voru svo teknir af fólkinu og seldir úr landi. Skuldir Rúmenanna eru metnar samtals 40 milljón danskar krónur. Fórnarlömb sem báru vitni sögðu frá illri meðferð, barsmíðum og hótunum. „ED“ maðurinn sem var talinn forsprakki mansalsins á danskri grund hélt því hins vegar fram að Rúmenarnir vissu allir af fyrirkomulaginu áður en þeir komu til Danmerkur. Hann viðurkenndi að hafa útvegað eitt þúsund Rúmenum skilríki með því að útvega þeim falsaða starfssamninga. Fórnarlömbum var fylgt til að kaupa og leigja bíla og dýran varning, fatnað, skart og fleira. Þá voru þau neydd til að taka sms-lán, þiggja bætur og greiðslur frá ríkinu sem þau þurftu svo að millifæra á gerendur. Þann 25. febrúar 2015 gerði danska lögreglan ásamt danska mansalsteyminu húsleit á 64 stöðum og handtók 98 manns. Tugir fengu stöðu þolenda mansals, langflestir þeirra karlmenn, en grunur var um misneytingu á meira en þrjú hundruð manns. Aðgerðir lögreglu fóru einnig fram í Rúmeníu, þar voru gerðar 20 húsleitir og átta manns handteknir. Rúmlega tuttugu voru ákærðir. Þrettán voru dæmdir til fangelsisvistar frá einu til átta ára. Þegar afplánun lýkur þá verða tólf þeirra sendir úr landi og fá aldrei að snúa aftur til Danmerkur. Sá þrettándi sem hlaut dóm var danskur ríkisborgari. Astrid Søndberg fréttamaður sem sérhæfir sig í umfjöllunum um skipulagða brotastarfsemi hjá TV 2 í Danmörku fylgdist með málinu. „Þetta var mjög flókið mál og það var áhugavert að fylgjast með framvindunni fyrir dómstólum. Þetta var í fyrsta sinn sem við sjáum þessa tegund af mansali koma upp á yfirborðið, þar sem tilgangurinn var að nota kennitölur fólks til að fremja glæpi. Og jafnvel þótt að þeir dæmdu héldu því fram að þeir væru bara að hjálpa fátæku fólki með húsnæði, gáfu sönnunargögn aðra mynd gegn þeim. Enda voru færð rök fyrir því fyrir dómi að glæpirnir voru skipulagðir,“ segir Astrid um málið. Mansalsmál er varðaði lektor í finnskum háskóla er eitt það þyngsta sem komið hefur upp á Norðurlöndum síðustu ár.Finnland: Lektor með fjórtán ára kynlífsþræl Finnskir dómstólar dæmdu hinn 54 ára gamla Kari Olavi Mauranen, lektor í háskóla í Austur-Finnlandi, í rúmlega níu ára fangelsi. Hann var ákærður vegna mansals, nauðgana, barnaníðs og vörslu og dreifingu barnakláms. Kari hélt barnungri stúlku sem kynlífsþræl. Þolandinn hitti Kari þegar hún var fjórtán ára í gegnum netið. Hann misnotaði hana við fyrstu kynni og seldi öðrum aðgang að henni í tvö ár og hirti um 90 prósent ágóðans. Dómstólar mátu sem svo að Kari hafi selt stúlkuna um það bil 400 karlmönnum á tveggja ára tímabili. Stúlkan taldi sjálf að hún hefði verið seld 640 sinnum og sagði frá líflátshótunum hans í sinn garð. Hún var bundin, þrengt að hálsi hennar og hún barin. Hún þurfti að biðja Kari leyfis um alla hversdagslega hluti og bar vitni um að hann áliti hana eign sína. Stúlkan glímdi enn enn við afleiðingar ofbeldisins ári seinna og í máli sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir dóminn kom fram að hún öskraði í svefni og þyrfti sterk róandi lyf til þess að komast af. „Þetta mál reyndi á finnskt samfélag en á sama tíma opnaði það augu okkar, það þarf vakningu um kynlífsmansal í Finnlandi,“ segir einn rannsakanda, Jukka Larkio um málið sem segir eitt það erfiðasta í málinu hafa verið að nálgast þolandann og veita honum viðeigandi hjálp. Allir hafi lagst á eitt að vernda hana í því skyni að hún fái bata. „Ég vona að einhvern tímann komist hún yfir þessa atburði í lífi sínu,“ segir hann við blaðamann um málið. Fyrrverandi norskur stjórnmálamaður er sakaður um að hafa beðið um misþyrmingar og nauðganir á börnum á Filippseyjum.Noregur: Myrkraherbergið Fyrrverandi stjórnmálamaður fyrir norska verkalýðsflokkinn var handtekinn og ákærður í desember á síðasta ári vegna gruns um mansals í tengslum við upprætingu norsku lögreglunnar á stórum barnaníðshring. Málið er kallað: Operation Dark Room af lögreglu og fjölmiðlum. Maðurinn sem er á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa beðið um misþyrmingar og nauðganir á börnum á Filippseyjum sem var streymt til hans á rauntíma í tölvu hans í Noregi. „Við höfum ákært manneskju fyrir mansal. Það er í tengslum við beinar sendingar frá Filippseyjum, og það eru vísbendingar um að þetta hafi farið fram í fjölmörg ár,“ sagði Janne Ringset Heltne ákærandi við Bergens Tidende um málið eftir handtökuna. Hér má lesa nýlega frétt á norsku af framvindunni. Í svipuðu máli í Noregi hefur 62 ára gamall maður játað að hluta að hafa níðst á 62 börnum, þar af tuttugu sem var misþyrmt að beiðni mannsins.Gögn um samskipti sænskra manna sem voru handteknir núna í mars sýna fram á skelfilega sjúkar áætlanir þeirra um að ræna flóttabörnum og nauðga til dauða.Svíþjóð: Flóttabörn í hættu Sjö karlmenn í Svíþjóð voru í mars handteknir í tengslum við barnaníð og grun um mansal. Mennirnir höfðu verið vinir í meira en tuttugu ár og voru handteknir á heimilum sínum í tengslum við viðamikla rannsókn lögreglu. Gögn um samskipti þeirra á milli sýna fram á skelfilega sjúkar áætlanir þeirra um að ræna flóttabörnum og nauðga til dauða. Mennirnir ræða sín á milli um það að enginn taki eftir því að þessi börn hverfi og ræða um heppilega staði til að ræna þeim, svo sem bílakjallara við stórmarkað. Þá ræða þeir um að halda börnunum í hljóðeinangraðri íbúð. Að minnsta kosti fimmtíu börn eru talin þolendur mansals í Svíþjóð á síðasta ári. Flest málanna tengjast kynlífsþrælkun og betli og því tekur lögregla allar vísbendingar um ofbeldi gegn flóttabörnum alvarlega. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Neita að hafa barið löggur Litháarnir þrír sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn á Laugaveginum aðfaranótt 11. janúar neituðu sök í dómsal í gær. Lögreglumennirnir þrír fengu áfallahjálp eftir árásina. 29. febrúar 2008 06:00 Grunaður um að hafa ætlað að smygla táningsdreng til Íslands Karlmaður frá Serbíu var handtekinn við komuna til landsins um helgina. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla ólögráða dreng til landsins. 27. ágúst 2015 14:20 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Snorri Birgisson lögreglufulltrúi starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi embættisins. Snorri er reynslumikill lögreglumaður. Hann hefur starfað í lögreglunni í þrettán ár, þar af í tíu ár við rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Hann ætlaði sér ekki að verða lögreglumaður. Eins og hjá svo mörgum hófst ferillinn í sumarafleysingum og það varð ekki aftur snúið þrátt fyrir erfiða fyrstu vakt.Búningurinn var blóðugur „Þrettán ár eru fljót að líða í lögreglunni en ég man eftir fyrstu vaktinni minni eins og það hefði gerst í gær. Ég var tvítugur sumarafleysingamaður í glænýjum lögreglubúningi. Eftir fjögurra klukkutíma vakt upplifði ég prófraun sem reyndi á allar hliðar andlegrar heilsu tvítugs einstaklings. Búningurinn minn var blóðugur og hjá mér stóð grátandi kona með barnið sitt sem hafði séð barnsföður sinn látinn á slysavettvangi þar sem endurlífgunartilraunir okkar og síðar sjúkraflutningamanna báru ekki árangur,“ segir Snorri frá fyrstu klukkutímunum í starfi hjá lögreglunni. „Ég hafði aldrei kynnst svo mikilli og yfirþyrmandi sorg. Þekkti það ekki hvernig sorgin getur brotist út í öskri og örvæntingu. Ég vissi ekki hvernig ég átti að tækla þessar aðstæður. Maður reyndi kannski að hugga, segja: Þetta verður allt í lagi. En auðvitað verður þetta ekki í lagi.“ Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að hætta. Á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. Faðir hans, Birgir Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður í heimabænum Keflavík, ræddi við hann um atvikið. „Ég naut aðstoðar föður míns sem var þá líka í lögreglunni og hafði verið í 30 ár og það hjálpaði að geta rætt þetta fram og aftur. Ég hringdi strax í hann um leið og við vorum búin að vinna á vettvangi. Hann lýsti fyrir mér aðstæðum sem hann hafði sjálfur upplifað sem voru af svipuðu tagi. Það hjálpaði mér mikið. Það veitti mér ákveðinn styrk. Þessu atviki fylgdu martraðir og margar andvökunætur en ég ákvað að halda áfram þetta sumar og fór svo í Lögregluskólann í framhaldi. Því hef ég aldrei séð eftir en þessi fyrsta vakt mótaði mig að vissu leyti og styrkti mig í að takast á við erfiðar aðstæður sem hafa verið þó nokkrar,“ segir Snorri.Ótrúlegur skóli „Síðan þá hefur maður séð samfélagið með öðru ljósi en almenningur getur gert sér grein fyrir og í raun skuggahliðarnar,“ segir Snorri sem segir þó að frá upphafi hafi hann fundið að þótt starfið geti reynst erfitt á köflum sé það mjög gefandi. „Ef þú hefur áhuga á þessu og getur átt góð mannleg samskipti. Þetta er bara þessi klassíska klisja, þú festist í þessu starfi.“ Snorri starfaði á almennum vöktum lögreglunnar fyrst um sinn en fljótlega eftir að hann lauk námi í Lögregluskólanum var Snorri ráðinn til starfa í fíkniefnadeildina. Karl Steinar Valsson var þá yfirmaður deildarinnar. Stór og flókin mál voru til rannsóknar. „Þegar ég var að byrja var fyrra skútumálið í rannsókn, aðgerðir ekki hafnar en í undirbúningi. Þá var stór amfetamínverksmiðja upprætt og seinna skútumálið líka tekið til rannsóknar. Þetta var ótrúlegur skóli og það sem var einkennandi fyrir starf deildarinnar var samstarf og samstaða lögreglumanna. Það var unnið í opnu vinnurými og ákveðin verkaskipting. Lögreglumenn unnu í eftirliti með sölumönnum eða í langtímarannsóknum.“Alvarleg líkamsárás Á þessum tíma stýrði Snorri verkefni sem snerist um kortlagningu sölumanna á fíkniefnum. Teymið hafði kortlagt um 150 sölumenn og hafði afskipti af þeim reglulega. Þann 11. janúar 2008 var hann á hefðbundinni vakt þegar hann og tveir félagar hans urðu fyrir alvarlegri líkamsárás á Laugavegi. „Við vorum að hafa eftirlit með sölumönnum fíkniefna og höfðum síðar afskipti af konu, óskuðum eftir leit. Konan brást illa við því og við lentum í einhverjum stympingum. Upp úr þurru stoppar bíll og út koma þrír þrekvaxnir Litháar. Við sjáum þá bara koma hlaupandi með reidda hnefa. Við vorum allir með lögregluskilríkin á lofti, kynntum okkur strax í þessum átökum. En svo gerðist þetta rosalega hratt. Við dreifðumst strax um svæðið og lentum tímabundið undir í þessum átökum. Ég man eftir því að hafa verið að reyna yfirbuga einn af þessum aðilum og hann losaði sig undan og hljóp og ég lá eftir á Laugaveginum og var að fara að standa upp þegar ég fékk þungt spark í höfuðið aftan frá. Ég vankaðist í smástund eftir það, sá bara hvítt, en tókst með óskiljanlegum hætti að standa upp og hljóp á eftir þeim sem ég hafði verið að reyna að yfirbuga niður hliðargötu. Ég var gersamlega búinn á því og varð svo feginn þegar ég sá sérsveitarmenn koma til móts við mig. Við náðum að setja hann í handjárn og síðan man ég bara eftir því að sérsveitarmaðurinn spurði mig: Snorri, er í lagi með þig? Ég var náfölur og útataður í blóði. Eftir það hneig ég niður meðvitundarlaus og rankaði við mér á gjörgæslu síðar.“Fengu áfallahjálp Snorri segir atvikið hafa sýnt þá hörku sem einkenndi skipulagða brotastarfsemi á þessum tíma. Árásin gegn honum og félögum hans vakti óhug. Þeir og fjölskyldur þeirra þurftu á áfallahjálp að halda. „Ég held ég hafi verið heppinn að sleppa ágætlega úr þessu. Hinir sluppu betur, fengu bólgur í andliti. Það tók tíma að jafna sig. Áverkunum fylgdi sár hausverkur í langan tíma. Ég þurfti lyfjagjöf til að varna frekari skaða á heila,“ segir Snorri og segir að atvikið hafi sem betur fer orðið til þess að beina athyglinni að öryggi lögreglumanna. „Lögreglumönnum var gert auðveldara fyrir að fá neyðaraðstoð á vettvangi. Dómsmálaráðherra skoðaði málið og skrifaði okkur bréf. Það var gott að finna fyrir stuðningi í þessu máli,“ segir hann frá. Á þessum tíma sem árásin var gerð á lögreglu voru tíðar fréttir af glæpagengjum. Ofbeldi og átök voru sýnileg í samfélaginu. Það voru einnig Litháar sem komu við sögu ári seinna, þegar reyndi í fyrsta sinn á brot gegn 227. grein laganna er varðar mansal. Í október 2009 barst lögreglunni tilkynning um litháíska stúlku sem hefði tryllst um borð í flugvél sem var á leið til Íslands frá Varsjá í Póllandi. Málið markaði ákveðið upphaf á rannsókn mansals hjá lögreglunni. Íslenskir lögreglumenn fóru meðal annars utan til Litháen að safna sönnunargögnum og mansalsteymi lögreglu vann við rannsóknina. Í ljós kom að stúlkan var upphaflega seld í vændi í Litháen. Þar hafði henni verið haldið og misþyrmt og henni haldið í vímuefnaneyslu. Í Litháen var hún ginnt til Íslands. „Þetta mál var fordæmisgefandi fyrir rannsóknir mansals hér á landi. Frumkvæði þeirra sem komu að þessari rannsókn var algjört og í raun nýleg þekking á þessum tíma sem skilaði því að málið fékk þann framgang sem það hlaut og endaði með þungum dómum fyrir mansal í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Snorri frá.Breytt landslag eftir hrun Snorri segir að eftir hrunið hafi margir þeirra sem voru hvað mest áberandi í erlendum glæpagengjum farið úr landi. „Það breyttist margt. Margir þeirra sem voru tengdir skipulagðri brotastarfsemi voru líka að starfa hér eða með rekstur. Bankahrunið hafði þau áhrif að aðstæður voru ekki lengur ákjósanlegar. Þess vegna fóru margir aftur út. Sáu sér einfaldlega ekki fært að vera hérna lengur. Mér finnst landslagið frá því fyrir hrun hafa breyst verulega. Ofbeldið hefur færst til, frá okkur. Menn geta ekki rekið þetta þannig að þeir séu alltaf með allt samfélagið upp á móti sér. Menn reka þetta með leynd, með kúgunum, hótunum og aðstöðumun. Það er einmitt það sem við sjáum í mansalsmálum en líka öðrum brotum. Fólk þorir ekki að leita til okkar og það er mikið áhyggjuefni. Við vitum að í þessu breytta landslagi eru einstaklingar sem eru gjörsamlega fastir í aðstæðum og finnst þeir ekki geta leitað sér hjálpar.“Þarf meiri skilning Snorri segir að á þessum tíma hafi fáir haft áhuga á þessum málaflokki, mansali. „Nema lítill hópur sem vildi auka fræðslu og færni til þess að takast á við þessi mál. Þetta viðgekkst ekki hér á landi, að mati margra, og eina sakfellingin tengdist erlendum aðilum,“ segir Snorri og vísar í mál Litháanna. „Það hefur þurft að velta mörgum steinum til að breyta viðhorfi fólks og með fræðslu hefur það tekist mjög vel. Það vantaði meiri skilning á mansali og þekkingu og þegar það gerðist fór fólk að taka við sér. Ekki bara í samfélaginu heldur líka hjá lögreglu. Enn í dag hafa einstaklingar samt ekki sýnt þessu skilning og bent á að lögreglan ætti að sinna mikilvægari málefnum jafnvel þó að flestallar alþjóðastofnanir og erlend lögregluyfirvöld hafi varað við þeirri hættu sem steðjar að gagnvart mansali í skipulagðri brotastarfsemi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bætti við einingu sem rannsakar þessi mál og það má segja að þar sé mesta þekkingin í dag en hún er að aukast hjá öllum lögreglumönnum jafnt og þétt. Við verðum líka að vera vakandi fyrir því sem er að gerast hér með auknu flæði fólks. Hvað var til að mynda dæmdur nauðgari grunaður um mansal í heimalandi sínu að gera með barni sem hann sagði yfirvöldum hér á landi að væri sonur sinn sem hann var svo alls ekki? Þetta er eitt dæmið um birtingarmyndir þeirra mála sem lögreglan hefur fengist við á síðustu árum,“ nefnir Snorri og vísar í mál Skender Berisha sem var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fjórtán ára dreng til landsins. Skender framvísaði fölsuðum skilríkjum, bæði fyrir sig og drenginn, og hélt því fram að hann væri faðir hans.Dæmdur fyrir smygl „Við rannsókn málsins kom í ljós að þessi maður var dæmdur fyrir smygl á fólki í heimalandi sínu og grunaður um mansal. Stráksins var leitað af foreldrunum. Þessi ungi strákur var orðinn háður geranda sínum þarna og það var erfitt að nálgast hann. Það skorti úrræði og hann var sendur á Stuðla sem var auðvitað ekki nægilega gott. Það tókst ekki að sýna fram á hver hagnýtingin var og því var Skender dæmdur fyrir smygl en ekki mansal. Strákurinn er að því ég best veit nú kominn til foreldra sinna. Er orðinn sextán ára gamall og ég vona að hann nái sér,“ segir Snorri. Hann minnir á að langoftast sé mjög erfitt að nálgast þolendur í mansali.„Þetta eru einstaklingar sem hafa misst allt traust á mannskepnunni vegna ofbeldis og svika og rannsóknir byggjast á samstarfi við þolendur. Sumir þeirra sem við höfum rætt við hafa þurft að upplifa ítrekaðar nauðganir og annað ofbeldi og stundum gera þeir sér ekki grein fyrir því hvar í heiminum þeir eru staddir og eru algjörlega háðir þeim sem hagnýta sér þá. Traust til yfirvalda getur svo verið af skornum skammti og það hjálpar ekki við að mynda traust. Einn einstaklingur í máli hjá okkur vildi til að mynda fá að taka lest frá Íslandi til heimalandsins á meðan annar spurði hvað þetta land héti,“ segir Snorri og segir málin geta verið flókin og erfið viðureignar.Flókin mál og þung „Ég minnist þess eitt árið þegar við ræddum við erlendar konur sem grunur lék á að væru þolendur mansals. Þær voru barnshafandi. Við tókum grunsemdirnar mjög alvarlega. Grunur lék á að þær hefðu verið sendar hingað til að eiga börn. Svo stóð mögulega til að börnin yrðu tekin af þeim, þær settar aftur í sömu aðstæður, vændi og annað slíkt. Þær voru skíthræddar og það kom í ljós að á þær höfðu verið lögð álög í heimalandinu sem þær lögðu trúnað á. Þær höfðu verið látnar sverja svokallaðan ju-ju eið og trúðu því að segðu þær frá þá myndu þær veikjast og deyja. Þannig sagði ein kvennanna eftir að hafa sagt okkur ákveðna frásögn að henni þætti ótrúlegt að hún væri ekki dáin. Hún var hissa á að vera á lífi eftir að hafa sagt frá.“ Í þessu máli fékk lögreglan til liðs við sig kaþólskan prest. „Það átti að reyna það, fá hann til að fremja særingarathöfn, en þær treystu honum ekki. Rannsókn þessa máls sýnir hversu flókin málin geta verið og rannsókn þeirra,“ segir Snorri og minnir á að í þessum málaflokki eigi lögregluvinna eigi ekki bara að snúast um handtökur, gæsluvarðhald eða dóma. Það sé mikilvægt að fyrirbyggja og koma þolendum til hjálpar. „Þetta snýst líka um að koma í veg fyrir brotastarfsemi, sama af hvaða tagi hún er og mansal er engin undantekning hjá okkur í dag. Auðvitað glímum við síðan við erfiðan niðurskurð og það hefur því miður bitnað á allri starfsemi lögreglu en maður vonar alltaf að bjartari tímar séu fram undan, það er ekkert annað hægt.“Heldur þú að þrátt fyrir þessi dæmi sem hefur verið greint frá í fréttum síðustu ár séu Íslendingar enn í afneitun? „Já, auðvitað, það er bara mannlegt. Við viljum ekki viðurkenna að hér á Íslandi séu þrælar þó að þau mál sem hafi komið upp hér á landi sýni það svart á hvítu. Þau mál sýna okkur það að við getum ekki leyft okkur að vera í afneitun.“ Þótt þau hafi ekki öll leitt til ákæru eða sakfellingar? Eins og varð raunin með meint mansal í Vík í Mýrdal? „Já, mikið rétt, þetta eru raunveruleg dæmi. Við erum hreinlega að kljást við það að fá fólk til samstarfs. Það er fullkomlega eðlileg ástæða fyrir því. Fólk er hrætt. Það vill segja manni söguna en svo kemur að því að maður tilkynnir að nú verði að halda áfram með rannsókn, handtaka gerendur sem eru tengdir þessu. Þá fer fólk alveg í baklás. Ég vil ekki ræða sérstaklega um þá niðurstöðu sem varð í máli kvennanna sem var haldið í Vík. Það lágu ákveðin gögn fyrir ákæruvaldinu sem það tók afstöðu til. En ég gleymi aldrei svipnum á þeim þegar við framkvæmdum húsleit vegna þessa máls og sögðum þeim að við værum komnir til að hjálpa þeim. Gleðin í svip þeirra var svo mikil.“Snorri Birgisson.Vísir/Anton BrinkSterkari deild Snorri segir þær skipulagsbreytingar sem hafa verið gerðar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í takt við breytt landslag skipulagðrar glæpastarfsemi. Ný miðlæg rannsóknardeild sé sterkari með Grím Grímsson sem stjórnanda. „Breytingar taka tíma og það er ekki auðvelt að steypa saman þremur deildum og skipta þeim upp í einingar. Breytingarnar voru samt mikilvægar og tímabærar þar sem brotaflokkar eru farnir að færast nær hvor öðrum en áður. Sá sem flytur inn fíkniefni er ekki endilega bara að sinna því. Hann stundar eftir atvikum peningaþvætti eða mansal á sama tíma og því þarf að fókusera á meiri samvinnu eininga og starfsmanna en áður. Núna er rannsóknardeildin sterkari, það er víðari þekking á sama stað og menn eru óhræddir við að deila reynslu sinni og með aðkomu Europol erum við mun tengdari öðrum lögregluliðum í Evrópu,“ segir Snorri.Grímur Gríms til góðs Hann víkur tali sínu að Grími Grímssyni, þeim umtalaða og dáða lögreglumanni. „Einn heiðarlegasti og faglegasti stjórnandi sem völ er á í dag að mínu mati. Grímur þekkir alla starfsmenn, kosti þeirra og galla og er vel upplýstur um það sem er að gerast. Hann stýrir skútunni mjög vel og koma hans breytti miklu fyrir deildina sem hafði verið stýrt með tímabundinni stjórnun en hún leystist vel af hendi þó. Eldskírn Gríms var auðvitað hið sorglega mál Birnu Brjánsdóttur sem fór ekki framhjá neinum. Þar sýndi Grímur styrk sinn sem stjórnandi og samstaðan í deildinni við að leysa þetta mál skipti öllu,“ segir Snorri.Spilling í brennidepli Miðlæga deildin hafði þurft að þola mikla fjölmiðlaumfjöllun í lengri tíma vegna alls kyns mála. Ásakanir um spillingu og einelti voru og eru enn áberandi. „Á tímabili lásu starfsmenn um nýjustu upplýsingar eða vendingar í fjölmiðlum. Auðvitað hafa svona hlutir áhrif á starfsfólkið, sérstaklega þegar vinnufélagar og vinir til margra ára eru grunaðir um alvarlega hluti. Það sem hefur skipt máli hér er að treysta á burði refsivörslukerfisins og að þessum málum sé lokað með viðunandi hætti þannig að þeir starfsmenn sem eftir eru geti starfað án þess að deilt sé um heiðarleika þeirra. Við getum ekki svarað ásökunum og getum ekki rannsakað okkur sjálf. Það er staðreynd. Allir sem starfa þarna gera það af mikilli ástríðu og hugarfarið og samstarf skiptir öllu þegar kemur að rannsóknum flókinna sakamála. Lögreglan á Íslandi á að geta tekist á við erfiðar rannsóknir og á bakvið þær eru og eiga að vera heiðarlegir einstaklingar sem draga vagninn hverju sinni með heiðarleika að leiðarljósi. Þannig byggir lögreglan upp traust og fólk verður að geta treyst lögreglu til þess að sinna starfi sínu.“Traustið Og talandi um traust þá vill Snorri ekki ræða um nýleg mál á borði lögreglu sem varða mansal. Fyrir því er góð og gild ástæða sem varðar traust þolenda til lögreglunnar. „Ég get ekki rætt um mál þegar við erum að undirbyggja þau. En svörum fyrir mál þegar þau hafa verið tekin til ítarlegrar umfjöllunar. Þegar í þau er komin ákveðin niðurstaða. Þegar við vitum að það er óhætt. Við erum að byggja upp traust einstaklinga á okkur. Þeir verða að finna að okkur er treystandi.“ Eins og á Íslandi þá hafa mansalsmál síðustu ár færst upp á yfirborðið á Norðurlöndum. Í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku hefur lögregla síðustu ár einnig glímt við almenningsálitið um að vandinn sé ekki til staðar eða minni en lögregla og talsmenn verkalýðsfélaga hafa haldið fram. Málin sem hafa skekið norræn samfélög eru ólík og sýna hversu fjölbreytt og flókin þau geta verið. Eitt stærsta mál síðustu ára á Norðurlöndum er mál sem kom upp í Danmörku og hefur verið kallað, Vespuhreiðrið og eitt það þyngsta var mál varðaði lektor í finnskum háskóla sem var með fjórtán ára kynlífsþræl sem hann misnotaði og nauðgaði og seldi öðrum einnig aðgang að.Eitt stærsta mansalsmál síðustu ára á Norðurlöndum er mál sem kom upp í Danmörku og hefur verið kallað Vespuhreiðrið.Danmörk: Vespuhreiðrið Hundruð Rúmena voru lokkaðir til landsins með loforði um atvinnu. Þegar þeir voru komnir til Danmerkur og komnir með kennitölur og aðgang að dönsku bankakerfi upphófst misneytingin. Þeir voru neyddir til að skuldsetja sig og stela. Til dæmis voru þeir neyddir til að kaupa dýra síma á lánum og leigja bíla. Símarnir og bílarnir voru svo teknir af fólkinu og seldir úr landi. Skuldir Rúmenanna eru metnar samtals 40 milljón danskar krónur. Fórnarlömb sem báru vitni sögðu frá illri meðferð, barsmíðum og hótunum. „ED“ maðurinn sem var talinn forsprakki mansalsins á danskri grund hélt því hins vegar fram að Rúmenarnir vissu allir af fyrirkomulaginu áður en þeir komu til Danmerkur. Hann viðurkenndi að hafa útvegað eitt þúsund Rúmenum skilríki með því að útvega þeim falsaða starfssamninga. Fórnarlömbum var fylgt til að kaupa og leigja bíla og dýran varning, fatnað, skart og fleira. Þá voru þau neydd til að taka sms-lán, þiggja bætur og greiðslur frá ríkinu sem þau þurftu svo að millifæra á gerendur. Þann 25. febrúar 2015 gerði danska lögreglan ásamt danska mansalsteyminu húsleit á 64 stöðum og handtók 98 manns. Tugir fengu stöðu þolenda mansals, langflestir þeirra karlmenn, en grunur var um misneytingu á meira en þrjú hundruð manns. Aðgerðir lögreglu fóru einnig fram í Rúmeníu, þar voru gerðar 20 húsleitir og átta manns handteknir. Rúmlega tuttugu voru ákærðir. Þrettán voru dæmdir til fangelsisvistar frá einu til átta ára. Þegar afplánun lýkur þá verða tólf þeirra sendir úr landi og fá aldrei að snúa aftur til Danmerkur. Sá þrettándi sem hlaut dóm var danskur ríkisborgari. Astrid Søndberg fréttamaður sem sérhæfir sig í umfjöllunum um skipulagða brotastarfsemi hjá TV 2 í Danmörku fylgdist með málinu. „Þetta var mjög flókið mál og það var áhugavert að fylgjast með framvindunni fyrir dómstólum. Þetta var í fyrsta sinn sem við sjáum þessa tegund af mansali koma upp á yfirborðið, þar sem tilgangurinn var að nota kennitölur fólks til að fremja glæpi. Og jafnvel þótt að þeir dæmdu héldu því fram að þeir væru bara að hjálpa fátæku fólki með húsnæði, gáfu sönnunargögn aðra mynd gegn þeim. Enda voru færð rök fyrir því fyrir dómi að glæpirnir voru skipulagðir,“ segir Astrid um málið. Mansalsmál er varðaði lektor í finnskum háskóla er eitt það þyngsta sem komið hefur upp á Norðurlöndum síðustu ár.Finnland: Lektor með fjórtán ára kynlífsþræl Finnskir dómstólar dæmdu hinn 54 ára gamla Kari Olavi Mauranen, lektor í háskóla í Austur-Finnlandi, í rúmlega níu ára fangelsi. Hann var ákærður vegna mansals, nauðgana, barnaníðs og vörslu og dreifingu barnakláms. Kari hélt barnungri stúlku sem kynlífsþræl. Þolandinn hitti Kari þegar hún var fjórtán ára í gegnum netið. Hann misnotaði hana við fyrstu kynni og seldi öðrum aðgang að henni í tvö ár og hirti um 90 prósent ágóðans. Dómstólar mátu sem svo að Kari hafi selt stúlkuna um það bil 400 karlmönnum á tveggja ára tímabili. Stúlkan taldi sjálf að hún hefði verið seld 640 sinnum og sagði frá líflátshótunum hans í sinn garð. Hún var bundin, þrengt að hálsi hennar og hún barin. Hún þurfti að biðja Kari leyfis um alla hversdagslega hluti og bar vitni um að hann áliti hana eign sína. Stúlkan glímdi enn enn við afleiðingar ofbeldisins ári seinna og í máli sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir dóminn kom fram að hún öskraði í svefni og þyrfti sterk róandi lyf til þess að komast af. „Þetta mál reyndi á finnskt samfélag en á sama tíma opnaði það augu okkar, það þarf vakningu um kynlífsmansal í Finnlandi,“ segir einn rannsakanda, Jukka Larkio um málið sem segir eitt það erfiðasta í málinu hafa verið að nálgast þolandann og veita honum viðeigandi hjálp. Allir hafi lagst á eitt að vernda hana í því skyni að hún fái bata. „Ég vona að einhvern tímann komist hún yfir þessa atburði í lífi sínu,“ segir hann við blaðamann um málið. Fyrrverandi norskur stjórnmálamaður er sakaður um að hafa beðið um misþyrmingar og nauðganir á börnum á Filippseyjum.Noregur: Myrkraherbergið Fyrrverandi stjórnmálamaður fyrir norska verkalýðsflokkinn var handtekinn og ákærður í desember á síðasta ári vegna gruns um mansals í tengslum við upprætingu norsku lögreglunnar á stórum barnaníðshring. Málið er kallað: Operation Dark Room af lögreglu og fjölmiðlum. Maðurinn sem er á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa beðið um misþyrmingar og nauðganir á börnum á Filippseyjum sem var streymt til hans á rauntíma í tölvu hans í Noregi. „Við höfum ákært manneskju fyrir mansal. Það er í tengslum við beinar sendingar frá Filippseyjum, og það eru vísbendingar um að þetta hafi farið fram í fjölmörg ár,“ sagði Janne Ringset Heltne ákærandi við Bergens Tidende um málið eftir handtökuna. Hér má lesa nýlega frétt á norsku af framvindunni. Í svipuðu máli í Noregi hefur 62 ára gamall maður játað að hluta að hafa níðst á 62 börnum, þar af tuttugu sem var misþyrmt að beiðni mannsins.Gögn um samskipti sænskra manna sem voru handteknir núna í mars sýna fram á skelfilega sjúkar áætlanir þeirra um að ræna flóttabörnum og nauðga til dauða.Svíþjóð: Flóttabörn í hættu Sjö karlmenn í Svíþjóð voru í mars handteknir í tengslum við barnaníð og grun um mansal. Mennirnir höfðu verið vinir í meira en tuttugu ár og voru handteknir á heimilum sínum í tengslum við viðamikla rannsókn lögreglu. Gögn um samskipti þeirra á milli sýna fram á skelfilega sjúkar áætlanir þeirra um að ræna flóttabörnum og nauðga til dauða. Mennirnir ræða sín á milli um það að enginn taki eftir því að þessi börn hverfi og ræða um heppilega staði til að ræna þeim, svo sem bílakjallara við stórmarkað. Þá ræða þeir um að halda börnunum í hljóðeinangraðri íbúð. Að minnsta kosti fimmtíu börn eru talin þolendur mansals í Svíþjóð á síðasta ári. Flest málanna tengjast kynlífsþrælkun og betli og því tekur lögregla allar vísbendingar um ofbeldi gegn flóttabörnum alvarlega.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Neita að hafa barið löggur Litháarnir þrír sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn á Laugaveginum aðfaranótt 11. janúar neituðu sök í dómsal í gær. Lögreglumennirnir þrír fengu áfallahjálp eftir árásina. 29. febrúar 2008 06:00 Grunaður um að hafa ætlað að smygla táningsdreng til Íslands Karlmaður frá Serbíu var handtekinn við komuna til landsins um helgina. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla ólögráða dreng til landsins. 27. ágúst 2015 14:20 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Neita að hafa barið löggur Litháarnir þrír sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn á Laugaveginum aðfaranótt 11. janúar neituðu sök í dómsal í gær. Lögreglumennirnir þrír fengu áfallahjálp eftir árásina. 29. febrúar 2008 06:00
Grunaður um að hafa ætlað að smygla táningsdreng til Íslands Karlmaður frá Serbíu var handtekinn við komuna til landsins um helgina. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla ólögráða dreng til landsins. 27. ágúst 2015 14:20