Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 08:57 Björgólfur Thor Björgólfsson ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, kvikmyndaframleiðanda. Vísir/getty Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar sem birtist á vef eftirlitsins í gær. Samkeppniseftirlitinu var þann 16. desember í fyrra tilkynnt um kaup Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, á öllum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Samruninn var samþykktur í mars og þá var þegar komið fram að Frjáls fjölmiðlun hefði átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Fengu loks upplýsingar um bakhjarlinn Samkeppniseftirlitið óskaði eftir því í desember að fá upplýsingar um stærstu lánveitendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Skráður eigandi félagsins er félagið Dalsdalur í eigu Sigurður G. Guðjónssonar lögmanns. Hann hefur hingað til ekki viljað upplýsa um hundruð milljóna lánveitingar til félagsins. Eftir athugasemdir af hálfu eftirlitsins bárust loks umbeðnar upplýsingar frá Frjálsri fjölmiðlun í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hafi verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017. „Ein ríkisrekin fréttastofa“ Þrjú fyrirtæki tjáðu sig um samrunann og töldu hann ekki koma til með að hafa teljandi áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem um væri að ræða, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Einn af þeim óskaði þó eftir því að Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samrunanum að upplýst yrði um raunverulega eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Leyndin yfir því hver raunverulegur eigandi þess sé valdi öðrum fjölmiðlafyrirtækjum miklum skaða og skekki markaðsstöðu óhjákvæmilega. Eigendur Torg og Frjálsrar fjölmiðlunar gerðu jafnframt grein fyrir sjónarmiðum sínum er vörðuðu samrunann. Nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll innlendra fjölmiðla svo hægt verði að mæta sívaxandi samkeppni af hálfu erlendra aðila. Staða innlendra fjölmiðla væri almennt veik og ástandið í raun „algjörlega glórulaust.“ „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þúsund milljóna króna skattfjárforskoti þess á markaði, á sama tíma sem RÚV sé stjórnlaust á auglýsingamarkaði. […] Einn daginn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í landinu verði ein ríkisrekin fréttastofa.“ Torg er í 100% eigu HFB-77 ehf. Í því félagi á Varðberg ehf. í eigu Helga Magnússonar 82% hlutafjár en aðrir hluthafar eru Saffron í eigu Sigurðar Arngrímssonar, sem á 10% hlut, Jón Guðmann Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem á 5% hlut og Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torg, sem á 3% hlutafjár. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31 Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira
Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar sem birtist á vef eftirlitsins í gær. Samkeppniseftirlitinu var þann 16. desember í fyrra tilkynnt um kaup Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, á öllum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Samruninn var samþykktur í mars og þá var þegar komið fram að Frjáls fjölmiðlun hefði átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Fengu loks upplýsingar um bakhjarlinn Samkeppniseftirlitið óskaði eftir því í desember að fá upplýsingar um stærstu lánveitendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Skráður eigandi félagsins er félagið Dalsdalur í eigu Sigurður G. Guðjónssonar lögmanns. Hann hefur hingað til ekki viljað upplýsa um hundruð milljóna lánveitingar til félagsins. Eftir athugasemdir af hálfu eftirlitsins bárust loks umbeðnar upplýsingar frá Frjálsri fjölmiðlun í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hafi verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017. „Ein ríkisrekin fréttastofa“ Þrjú fyrirtæki tjáðu sig um samrunann og töldu hann ekki koma til með að hafa teljandi áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem um væri að ræða, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Einn af þeim óskaði þó eftir því að Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samrunanum að upplýst yrði um raunverulega eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Leyndin yfir því hver raunverulegur eigandi þess sé valdi öðrum fjölmiðlafyrirtækjum miklum skaða og skekki markaðsstöðu óhjákvæmilega. Eigendur Torg og Frjálsrar fjölmiðlunar gerðu jafnframt grein fyrir sjónarmiðum sínum er vörðuðu samrunann. Nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll innlendra fjölmiðla svo hægt verði að mæta sívaxandi samkeppni af hálfu erlendra aðila. Staða innlendra fjölmiðla væri almennt veik og ástandið í raun „algjörlega glórulaust.“ „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þúsund milljóna króna skattfjárforskoti þess á markaði, á sama tíma sem RÚV sé stjórnlaust á auglýsingamarkaði. […] Einn daginn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í landinu verði ein ríkisrekin fréttastofa.“ Torg er í 100% eigu HFB-77 ehf. Í því félagi á Varðberg ehf. í eigu Helga Magnússonar 82% hlutafjár en aðrir hluthafar eru Saffron í eigu Sigurðar Arngrímssonar, sem á 10% hlut, Jón Guðmann Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem á 5% hlut og Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torg, sem á 3% hlutafjár.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31 Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira
Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35
Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19
Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31
Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34