Will Ferrell er Eldfjallamaðurinn í fyrsta laginu úr Eurovisionmyndinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 09:13 Will Ferrell og Rachel McAdams í hlutverkum sínum sem Íslendingarnir Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir. Netflix Nú fer að líða að því að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell komi út á Netflix en frumsýningunni var frestað um tíma vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Eins og margir vita var Eurovision-myndin að stórum hluta tekin upp hér á landi. Í gær kom út fyrsta lagið úr kvikmyndinni og ber það nafnið Volcano Man eða Eldfjallamaðurinn og nafn myndarinnar virðist vera Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Surprise! The first song from the #eurovision Netflix film is out RIGHT NOW. And it is a BOP!!! https://t.co/WcXFaazPIB— Ding-a-Dong Podcast (@dingadongcast) May 14, 2020 Aðalleikarar myndarinnar eru Will Ferrell og Rachel McAdams og leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong og söngkonan Demi Lovato kemur einnig fram. Nokkrir íslenskir leikarar fara einnig með hlutverk, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Hér að neðan má heyra lagið sjálft. Will Ferrell kom fram í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV í gær og tilkynnti um að Ítalía hefði fengið flest atkvæði hjá Íslendingum í þættinum. „Við nutum þess að taka upp á Íslandi. Þið eruð yndisleg. Fallegt land, fallegt fólk. Og guð minn góður hvað við elskuðum Húsavík,“ sagði Ferrell meðal annars. Will Ferrell í þættinum Okkar 12 stig.RÚV Í október síðastliðnum mætti Ferrell með hátt í 200 manns með sér og lagði kvikmyndatökuliðið Húsavík undir sig, við mikla ánægju bæjarbúa. Húsvíkingar fengu aukahlutverk í myndinni, öll borð á veitingastöðunum voru bókuð og pollabuxur og annar útvistarfatnaður seldist upp. „Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ sagði sveitastjórinn Kristján Þór Magnússon kátur í tilkynningu til sveitunga sinna fyrir tökurnar. Tónlistin í myndinni var í höndum tónskáldsins Atla Örvarssonar og var hún leikin af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Hofi á Akureyri í mars. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Will Ferrell gat varla talað eftir að hafa borðað sterka vængi Leikarinn Will Ferrell var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones. 21. febrúar 2020 15:30 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nú fer að líða að því að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell komi út á Netflix en frumsýningunni var frestað um tíma vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Eins og margir vita var Eurovision-myndin að stórum hluta tekin upp hér á landi. Í gær kom út fyrsta lagið úr kvikmyndinni og ber það nafnið Volcano Man eða Eldfjallamaðurinn og nafn myndarinnar virðist vera Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Surprise! The first song from the #eurovision Netflix film is out RIGHT NOW. And it is a BOP!!! https://t.co/WcXFaazPIB— Ding-a-Dong Podcast (@dingadongcast) May 14, 2020 Aðalleikarar myndarinnar eru Will Ferrell og Rachel McAdams og leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong og söngkonan Demi Lovato kemur einnig fram. Nokkrir íslenskir leikarar fara einnig með hlutverk, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Hér að neðan má heyra lagið sjálft. Will Ferrell kom fram í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV í gær og tilkynnti um að Ítalía hefði fengið flest atkvæði hjá Íslendingum í þættinum. „Við nutum þess að taka upp á Íslandi. Þið eruð yndisleg. Fallegt land, fallegt fólk. Og guð minn góður hvað við elskuðum Húsavík,“ sagði Ferrell meðal annars. Will Ferrell í þættinum Okkar 12 stig.RÚV Í október síðastliðnum mætti Ferrell með hátt í 200 manns með sér og lagði kvikmyndatökuliðið Húsavík undir sig, við mikla ánægju bæjarbúa. Húsvíkingar fengu aukahlutverk í myndinni, öll borð á veitingastöðunum voru bókuð og pollabuxur og annar útvistarfatnaður seldist upp. „Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ sagði sveitastjórinn Kristján Þór Magnússon kátur í tilkynningu til sveitunga sinna fyrir tökurnar. Tónlistin í myndinni var í höndum tónskáldsins Atla Örvarssonar og var hún leikin af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Hofi á Akureyri í mars.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Will Ferrell gat varla talað eftir að hafa borðað sterka vængi Leikarinn Will Ferrell var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones. 21. febrúar 2020 15:30 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30
Will Ferrell gat varla talað eftir að hafa borðað sterka vængi Leikarinn Will Ferrell var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones. 21. febrúar 2020 15:30
Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00