Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 11:20 Niðurstöður nýrrar könnunar verða kynntar. Vísir/Baldur Hrafnkell Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl Fjárhættuspil Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl
Fjárhættuspil Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira