Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 11:20 Niðurstöður nýrrar könnunar verða kynntar. Vísir/Baldur Hrafnkell Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl Fjárhættuspil Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl
Fjárhættuspil Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent