19 dagar í Rúmeníuleikinn: Yfir 1.300 milljónir króna í húfi Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2020 10:30 Íslenska landsliðið hefur glatt þjóðina með því að komast tvisvar á stórmót og þannig einnig skilað háum fjárhæðum til íslenskra knattspyrnufélaga. vísir/getty Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins. KSÍ hefur kappkostað að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leikinn mikilvæga við Rúmeníu 26. mars og kostnaðurinn við það gæti numið allt að 70 milljónum króna. Í rekstraráætlun KSÍ er gert ráð fyrir að 64 milljónir fari í verkefnið. Takist Íslandi að vinna Rúmeníu, og svo Búlgaríu eða Ungverjaland á útivelli 31. mars, kemst liðið hins vegar á EM og þá fær KSÍ margfalt hærri upphæð frá UEFA. Þjóðir sem komast á EM fá nefnilega 9,25 milljónir evra í verðlaun frá UEFA. Það er meira en 1.300 milljónir króna. Ísland færi í afar erfiðan riðil næði liðið á EM, með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þjóðverjum sem spila á heimavelli. Næði liðið í jafntefli eða sigur á mótinu fengi það einnig verðlaun fyrir það, og hafa upphæðirnar hækkað frá því á EM 2016 þegar Ísland komst í 8-liða úrslitin. Fyrir sigur í riðlakeppninni fæst 1,5 milljón evra, og fyrir jafntefli fást 750.000 evrur. Lið sem komast í 16-liða úrslit fá 2 milljónir evra til viðbótar. Þau lið sem komast í 8-liða úrslit fá svo 3,25 milljónir evra fyrir það, og 5 milljónir evra í viðbót fást fyrir að komast í undanúrslit. Silfurlið EM fær 7 milljónir evra til viðbótar við þær 24 sem liðið mun hafa tryggt sér, og Evrópumeistararnir fá samtals 34 milljónir evra fyrir sinn árangur, eða hátt í 5 milljarða króna. KSÍ og aðildarfélög sambandsins hafa svo sannarlega notið góðs af árangri karlalandsliðsins síðustu ár, með verðlaunafénu sem það fékk í gegnum HM 2018 og EM 2016. Á síðasta ári tapaði KSÍ hins vegar 50 milljónum króna, eftir að hafa deilt 120 milljónum á milli aðildarfélaga sinna, og samkvæmt rekstraráætlun er gert ráð fyrir 65 milljóna króna tapi í ár. Sú áætlun gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að Ísland komist á EM. EM 2020 í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir 22 dagar í Rúmeníuleikinn: Formaður KSÍ skoraði sjálfsmark síðast þegar Rúmenar komu í Laugardalinn Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan. 4. mars 2020 10:00 23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. 3. mars 2020 10:00 Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00 25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. 1. mars 2020 10:00 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 20 dagar í Rúmeníuleikinn: Sumir leikmenn Rúmena gætu farið bæði á EM og ÓL í sumar Rúmenska 21 árs landsliðið komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þetta gæti orðið mjög stórt sumar fyrir rúmenska knattspyrnu ef þeir komast bæði á EM og á Ólympíuleika. 6. mars 2020 10:00 26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir. 29. febrúar 2020 10:00 24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn. 2. mars 2020 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins. KSÍ hefur kappkostað að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leikinn mikilvæga við Rúmeníu 26. mars og kostnaðurinn við það gæti numið allt að 70 milljónum króna. Í rekstraráætlun KSÍ er gert ráð fyrir að 64 milljónir fari í verkefnið. Takist Íslandi að vinna Rúmeníu, og svo Búlgaríu eða Ungverjaland á útivelli 31. mars, kemst liðið hins vegar á EM og þá fær KSÍ margfalt hærri upphæð frá UEFA. Þjóðir sem komast á EM fá nefnilega 9,25 milljónir evra í verðlaun frá UEFA. Það er meira en 1.300 milljónir króna. Ísland færi í afar erfiðan riðil næði liðið á EM, með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þjóðverjum sem spila á heimavelli. Næði liðið í jafntefli eða sigur á mótinu fengi það einnig verðlaun fyrir það, og hafa upphæðirnar hækkað frá því á EM 2016 þegar Ísland komst í 8-liða úrslitin. Fyrir sigur í riðlakeppninni fæst 1,5 milljón evra, og fyrir jafntefli fást 750.000 evrur. Lið sem komast í 16-liða úrslit fá 2 milljónir evra til viðbótar. Þau lið sem komast í 8-liða úrslit fá svo 3,25 milljónir evra fyrir það, og 5 milljónir evra í viðbót fást fyrir að komast í undanúrslit. Silfurlið EM fær 7 milljónir evra til viðbótar við þær 24 sem liðið mun hafa tryggt sér, og Evrópumeistararnir fá samtals 34 milljónir evra fyrir sinn árangur, eða hátt í 5 milljarða króna. KSÍ og aðildarfélög sambandsins hafa svo sannarlega notið góðs af árangri karlalandsliðsins síðustu ár, með verðlaunafénu sem það fékk í gegnum HM 2018 og EM 2016. Á síðasta ári tapaði KSÍ hins vegar 50 milljónum króna, eftir að hafa deilt 120 milljónum á milli aðildarfélaga sinna, og samkvæmt rekstraráætlun er gert ráð fyrir 65 milljóna króna tapi í ár. Sú áætlun gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að Ísland komist á EM.
EM 2020 í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir 22 dagar í Rúmeníuleikinn: Formaður KSÍ skoraði sjálfsmark síðast þegar Rúmenar komu í Laugardalinn Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan. 4. mars 2020 10:00 23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. 3. mars 2020 10:00 Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00 25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. 1. mars 2020 10:00 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 20 dagar í Rúmeníuleikinn: Sumir leikmenn Rúmena gætu farið bæði á EM og ÓL í sumar Rúmenska 21 árs landsliðið komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þetta gæti orðið mjög stórt sumar fyrir rúmenska knattspyrnu ef þeir komast bæði á EM og á Ólympíuleika. 6. mars 2020 10:00 26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir. 29. febrúar 2020 10:00 24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn. 2. mars 2020 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
22 dagar í Rúmeníuleikinn: Formaður KSÍ skoraði sjálfsmark síðast þegar Rúmenar komu í Laugardalinn Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan. 4. mars 2020 10:00
23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. 3. mars 2020 10:00
Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00
25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. 1. mars 2020 10:00
27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00
20 dagar í Rúmeníuleikinn: Sumir leikmenn Rúmena gætu farið bæði á EM og ÓL í sumar Rúmenska 21 árs landsliðið komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þetta gæti orðið mjög stórt sumar fyrir rúmenska knattspyrnu ef þeir komast bæði á EM og á Ólympíuleika. 6. mars 2020 10:00
26 dagar í Rúmeníuleikinn: Sagan segir að Laugardalsvöllur verði klár Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir. 29. febrúar 2020 10:00
24 dagar í Rúmeníuleikinn: Gylfi hefur ekki skorað síðan að hann lék síðast með Íslandi fyrir 106 dögum Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn. 2. mars 2020 10:00