Umfjöllun og viðtöl: KA 25-28 Afturelding | Mosfellingar höfðu betur í spennutrylli Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. desember 2019 19:30 Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar. vísir/bára KA fékk Aftureldingu í heimsókn í 12.umferð Olís-deildar karla í KA-heimilið á Akureyri í kvöld. Afturelding ósigrað í fjórum leikjum í röð þegar kom að leiknum á meðan KA var án sigurs í þremur leikjum í röð. Þar af var einmitt innbyrðis viðureign þessara liða í Coca-Cola bikarnum þann 20.nóvember síðastliðinn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var leikurinn raunar jafn á öllum tölum. Afturelding leiddi þó með einu marki í leikhléi, 11-12, eftir að hafa skorað tvö mörk á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og náðu að búa sér til fimm marka forystu, 12-17, snemma í síðari hálfleik og voru heimamenn í miklum vandræðum í sóknarleiknum á þessum fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Í kjölfarið tóku þjálfarar KA leikhlé sem hafði góð áhrif á liðið því KA tókst að minnka muninn niður í eitt mark á mjög skömmum tíma. Lokamínúturnar æsispennandi og náðu heimamenn meðal annars forystunni þegar tíu mínútur lifðu leiks og voru enn marki yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir reyndust hins vegar sterkari á lokamínútunum og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-28.Afhverju vann Afturelding? Leikurinn var hnífjafn og réðust úrslitin á síðustu tveimur mínútum leiksins. Á þeim kafla varði Arnór Freyr Stefánsson mikilvæg skot í marki Aftureldingar og Mosfellingar nýttu sín skot í kjölfarið. Því fór sem fór.Bestu menn vallarinsGuðmundur Árni Ólafsson var markahæstur á vellinum með 10 mörk. Jovan Kukobat varði engu að síður nokkrum sinnum frá Guðmundi úr góðum færum en Guðmundur lét það ekki á sig fá og hélt áfram að taka færin sín. Skoraði mikilvæg mörk á lokamínútunum. Jovan var besti maður KA, varði fjórtán skot og þar af eitt vítakast. Hornamaðurinn Dagur Gautason sömuleiðis góður, stal fullt af boltum og nýtti öll sín færi.Hvað gekk illa? Heimamenn voru í vandræðum með skotin utan af velli. Patrekur Stefánsson 2/8 og Sigþór Gunnar Jónsson 2/7 utan af velli.Hvað er næst? KA-menn heimsækja ósigrað lið Hauka að Ásvöllum á meðan Afturelding fær Stjörnuna í heimsókn. Einar Andri: Þurftum að hafa mikið fyrr þessuEinar Andri Einarsson.Vísir/Bára„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara Aftureldingar, í leikslok. „Við vorum komnir í ágæta stöðu í byrjun seinni hálfleiks en gerum fáranleg mistök sem koma þeim inn í leikinn og eftir það var þetta bara stál í stál. Við náðum að standa það af okkur í lokin.“ „KA er með frábært lið og gríðarlega vel skipulagt af Jonna og Stebba. Stemningin sem myndast hérna er frábær og þetta er einn af fáu alvöru útivöllum á landinu. Það er rosalega gaman að koma hingað,“ sagði Einar Andri. Greint var frá því í vikunni að Einar Andri muni hætta þjálfun Aftureldingar þegar yfirstandandi leiktíð. Einar Andri hefur ekki áhyggjur af því að þær fréttir trufli leikmannahóp sinn. „Ég held að það hafi bara góð áhrif. Ég held að strákunum sé alveg sama. Við erum búnir að vinna saman lengi og menn vissu alveg að þetta gæti orðið staðan. Ég er búinn að vera lengi í Mosfellsbænum og allt hefur sinn tíma. Nú er það mitt og strákanna að klára tímabilið með stæl,“ segir Einar Andri. Stefán: Þetta svíðurStefán Árnasonvísir/bára„Þetta svíður. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og vorum klárlega í stöðu til að vinna hann. Við náðum ekki að stoppa þá síðustu mínúturnar. Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir spiluðu leikinn og það vantaði ekki mikið upp á í dag,“ sagði Stefán Árnason, annar af þjálfurum KA í leikslok. „Þetta var stál í stál og þeir náðu að enda allar sínar sóknir með marki á lokamínútunum. Það er stóri munurinn í þessu.“ KA-liðið steinlá á heimavelli í síðustu umferð þar sem Akureyrarliðið tapaði með 10 marka mun fyrir ÍBV. Frammistaðan í dag var talsvert betri. „Þetta var mikil bæting frá síðasta leik og mér fannst leikmennirnir mínir sýna úr hverju þeir eru gerðir. Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við frábært lið. Afturelding eru frábærir í sókn og frábærir í vörn. Við komum til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir. Það segir svolítið um andann í okkar liði,“ segir Stefán. Olís-deild karla
KA fékk Aftureldingu í heimsókn í 12.umferð Olís-deildar karla í KA-heimilið á Akureyri í kvöld. Afturelding ósigrað í fjórum leikjum í röð þegar kom að leiknum á meðan KA var án sigurs í þremur leikjum í röð. Þar af var einmitt innbyrðis viðureign þessara liða í Coca-Cola bikarnum þann 20.nóvember síðastliðinn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var leikurinn raunar jafn á öllum tölum. Afturelding leiddi þó með einu marki í leikhléi, 11-12, eftir að hafa skorað tvö mörk á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og náðu að búa sér til fimm marka forystu, 12-17, snemma í síðari hálfleik og voru heimamenn í miklum vandræðum í sóknarleiknum á þessum fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Í kjölfarið tóku þjálfarar KA leikhlé sem hafði góð áhrif á liðið því KA tókst að minnka muninn niður í eitt mark á mjög skömmum tíma. Lokamínúturnar æsispennandi og náðu heimamenn meðal annars forystunni þegar tíu mínútur lifðu leiks og voru enn marki yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir reyndust hins vegar sterkari á lokamínútunum og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-28.Afhverju vann Afturelding? Leikurinn var hnífjafn og réðust úrslitin á síðustu tveimur mínútum leiksins. Á þeim kafla varði Arnór Freyr Stefánsson mikilvæg skot í marki Aftureldingar og Mosfellingar nýttu sín skot í kjölfarið. Því fór sem fór.Bestu menn vallarinsGuðmundur Árni Ólafsson var markahæstur á vellinum með 10 mörk. Jovan Kukobat varði engu að síður nokkrum sinnum frá Guðmundi úr góðum færum en Guðmundur lét það ekki á sig fá og hélt áfram að taka færin sín. Skoraði mikilvæg mörk á lokamínútunum. Jovan var besti maður KA, varði fjórtán skot og þar af eitt vítakast. Hornamaðurinn Dagur Gautason sömuleiðis góður, stal fullt af boltum og nýtti öll sín færi.Hvað gekk illa? Heimamenn voru í vandræðum með skotin utan af velli. Patrekur Stefánsson 2/8 og Sigþór Gunnar Jónsson 2/7 utan af velli.Hvað er næst? KA-menn heimsækja ósigrað lið Hauka að Ásvöllum á meðan Afturelding fær Stjörnuna í heimsókn. Einar Andri: Þurftum að hafa mikið fyrr þessuEinar Andri Einarsson.Vísir/Bára„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara Aftureldingar, í leikslok. „Við vorum komnir í ágæta stöðu í byrjun seinni hálfleiks en gerum fáranleg mistök sem koma þeim inn í leikinn og eftir það var þetta bara stál í stál. Við náðum að standa það af okkur í lokin.“ „KA er með frábært lið og gríðarlega vel skipulagt af Jonna og Stebba. Stemningin sem myndast hérna er frábær og þetta er einn af fáu alvöru útivöllum á landinu. Það er rosalega gaman að koma hingað,“ sagði Einar Andri. Greint var frá því í vikunni að Einar Andri muni hætta þjálfun Aftureldingar þegar yfirstandandi leiktíð. Einar Andri hefur ekki áhyggjur af því að þær fréttir trufli leikmannahóp sinn. „Ég held að það hafi bara góð áhrif. Ég held að strákunum sé alveg sama. Við erum búnir að vinna saman lengi og menn vissu alveg að þetta gæti orðið staðan. Ég er búinn að vera lengi í Mosfellsbænum og allt hefur sinn tíma. Nú er það mitt og strákanna að klára tímabilið með stæl,“ segir Einar Andri. Stefán: Þetta svíðurStefán Árnasonvísir/bára„Þetta svíður. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og vorum klárlega í stöðu til að vinna hann. Við náðum ekki að stoppa þá síðustu mínúturnar. Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir spiluðu leikinn og það vantaði ekki mikið upp á í dag,“ sagði Stefán Árnason, annar af þjálfurum KA í leikslok. „Þetta var stál í stál og þeir náðu að enda allar sínar sóknir með marki á lokamínútunum. Það er stóri munurinn í þessu.“ KA-liðið steinlá á heimavelli í síðustu umferð þar sem Akureyrarliðið tapaði með 10 marka mun fyrir ÍBV. Frammistaðan í dag var talsvert betri. „Þetta var mikil bæting frá síðasta leik og mér fannst leikmennirnir mínir sýna úr hverju þeir eru gerðir. Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við frábært lið. Afturelding eru frábærir í sókn og frábærir í vörn. Við komum til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir. Það segir svolítið um andann í okkar liði,“ segir Stefán.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti